Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 77 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwmiiimiiiiimi Þrátt fyrir allar þær tegundir, sem nú hefir verið getið, setja þó engar tegundir eins greinilega svip sinn á álfuna eins og ann- ar flokkur dýra, sem sé hófdýrin. Þar skal fyrst frægan telja nashyrninginn, sem flestir kannast við af afspurn, hann er nú hvergi til nema í Afríku og á Indlandi, en að baki sér á hann merkilega sögu. Elztu leifar hafa fundist í lögum frá elztu tím- um Nýju aldarinnar í Ameríku og Evrópu, þar hefir ættin lík- lega orðið til, á öðrum staðnum, en dreifst þaðan frá Evrópu, suður á bóginn til Indlands og Afríku. I Evrópu lifðu nashyrn- ingar með loðinn feld alla leið fram á Ístíma, en nú eru þeir Jöngu horfnir þaðan, og úr Ameríku. Allir þeir nashyrningar, sem eiga heima í Afríku, hafa tvö horn á nefi. Af öðrum hóf- dýrum vil ég nefna afríska asnann, sem er talinn ættfaðir tamda asnans, en hann er einungis til á einum stað í Afríku, í Sómali- landinu. Skyld asnanum og hestunum eru zebradýrin, þau eru mjög algeng um alla sunnan- og austanverða álfuna, allstaðar á steppum og í fjalllendi, það eru til af þeim fjölda margar teg- undir, en hver tegund nær oft og einatt aðeins yfir takmarkað svæði. Merkilegt dýr var kvaggan, sem hefir lifað fram undir okkar daga, en er nú útdauð. Hún var að því leyti frábrugðin zebradýrunum, að hún var ekki röndótt um allan líkamann, heldur aðeins á höfði, hálsi og framhluta bolsins. 13. mynd. Nílhestur (Hippopotamus amphibius) í vatni með unga á hálsinum. Nílhestar eru 4—4(4 metri á lengd.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.