Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 38
82 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN illllllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|> hjúp úr hörðnuðum leir og slími, en þannig getur hann svo legið í dvala ef til vill mánuðum saman.1) Það er ekki auðvelt að svara því, hvernig dýraheimur sá, sem nú býr í Afríku, hafi orðið til. Það vill svo illa til, að sama og ekk- ert hefir fundizt af steingervingum í álfunni, nema helzt þessar leyfar af forfeðrum fílanna, sem fundizt hafa í jarðlögum í Egyptalandi. Þó má telja víst, að ýmsir flokkar dýra hafi átt upp- tök í álfunni, og þróazt þar fyrst í stað, en dreifzt síðan um mikinn hluta heimsins, eftir þeim landbrúm, sem þegar eru nefndar, þann- ig til dæmis strútfuglar, fílar og sækýr. Á hinn bóginn hefir áreið- anlega mikill fjöldi dýrategunda komið að norðan, frá Evrópu og Asíu, því þar hefir, eins og við vitum, verið landsamband fram á okkar tíma, Zues-eyðið, en nú er búið að grafa það í sundur, til þess að skip geti gengið á milli Miðjarðarhafs og Rauðahafs, og síðan er álfan umkringd sjó á alla vegu, en fiskum og öðrum sævar- búum skapast ný leið, þótt þröng sé, á milli Indverska hafsins og Atlantshafsins. Eitt er það, sem einkennir Afríku út frá dýra- fræðilegu sjónarmiði, en það er, að álfan virðist hafa verið at- hvarf fyrir ýmsar dýrategundir, sem annars eru úr sögunni, frem- ur en nokkur önnur álfa í heiminum. Þar er til dæmis lungnafisk- ur, þar er ein tegund strútfugla, þar er Ijónið, þar er górilla og shimpansi, þar er nílhesturinn, gíraffinn, og margar fleiri dýra- tegundir mætti telja. b. Indverska svæðið. Indverska svæðið nær yfir bæði Austur- og Vestur-Indland, en auk þess einnig yfir suðurhluta Kína, og Indómalaja-eyjarnar. Gegn Eyjaríkinu, eða Ástralíu eru takmörkin ekki greinileg, Mó- lúkku-eyjarnar og Celebes mynda eins konar millilið. Norður á bóginn er svæðið aftur vel takmarkað, þar sem hinn hái Himalaja- fjallgarður liggur að, en á kínverska hluta svæðisins er ekki hægt að benda á nein skörp takmörk að norðan. Loftslagið í Indverska svæðinu er allt heitt eða heittemprað, en þó er allmikill munur á kjörum þeim, sem tegundirnar eiga við að búa víðs vegar um svæðið. Til svæðisins telstmikill fjöldi af eyjum, smáum og stórum. Á Indverska svæðinu lifir, eins og gefur að skilja, mikill fjöldi dýrategunda, en þó eru þeir dýraflokkar fáir, sem hægt er að segja að sérkenni svæðið. Hér til mætti þó nefna ýmsar tegundir af 1) í Náttúrufr. (I. árg., bls. 87) er grein um gljáfiskana (eftir Á. F.).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.