Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 87 imiiiiaiiiiimmiiimmiiiiiiimmimmimiimiiiiiiimiiimiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimimimiiii myndazt birnir, nílhestar, úlfaldar, geitur, nautpeningur, sauðfé, fílar og margar fleiri ættkvíslir. Sterkar líkur mæla með því, að miklar sveitir af dýrum hafi komið inn á svæðið að norðan, frá Evrópu og Norður-Asíu, enda voru þá Himalajafjöllin ekki það, sem þau eru nú. Það má geta ýmsu til um það, hvað það hafi verið, sem rak hjarðir af dýrum, ýmissa tegunda, suður á bóginn, ef til vill hefir það verið kuldinn nyrðra, ekki sízt, þegar fór að draga að ísöldinni. Seinna hafa Himalajafjöllin færzt mjög í aukana um hæð og brettu; nú rísa þau eins og himinhár varnargarður til norðurs frá svæðinu, og stemma stigu fyrir frekari þjóðflutningum að norðan, að minnsta kosti er gatan ekki líkt því eins greið, og áður hefir verið. Miklir flokkar hafa svo stefnt göngu sinni til vesturs frá Indlandi, ef til vill á flótta fyrir loftslagsbreytingum, alla leið til Afríku. Afríka hefir orðið höfn hinna „dauðu skipa“, enda var þá miklu betra samband, miklu breiðara eyði á milli Afríku og Asíu en nú er. Mörg þeirra dýra, sem á þessum tímum komu að norðan inn á Ind- verska svæðið, hafa einnig haldið lengra suður á bóginn, því þá hefir afstaða láðs og lagar í Indverska hafinu og Kyrra hafinu ver- ið öldungis önnur en nú. Þá hefir verið landbrú frá Malakka-skag- anum til Súmátra, en þaðan aftur til Celebes og Java. Á hinn bóg- inn hefir líklega ekkert landsamband verið þá á milli Kyrrahafs- eyjanna og Ástralíu, því þá hlyti mikið af þeim tegundum, sem nú einkenna Indverska svæðið, að hafa komizt alla leið til Nýja Hol- lands, alveg eins og þær komust til Afríku. Líklegt er þó, að ýms minni háttar spendýr, eins og til dæmis mýsnar, sem komizt hafa til Ástralíu, hafi einhvern veginn sníkt sér far yfir sundin, sem þá skildu eyjarnar í Kyrrahafinu; þau hafa þá að öllum líkindum ver- ið mjórri en nú er. c. Noröursvæðið (Holarctica). Hér skal nú láta staðar numið með Indverska svæðið. Þá er loks eftir að minnast dálítið á norðursvæðið, eins og eg hefi kall- að það. Það nær yfir mestalla Norður-Ameríku, norðurheimskauta- löndin, alla Evrópu, alla Asíu nema Indverska svæðið, og loks þann hluta Afríku, sem er fyrir norðan Sahara. Mestur hluti þessa mikla landflæmis er í tempraða beltinu. í syðstu löndunum er heittempr- að loftslag, þau ná nærri því inn í hitabeltið.í miklum hluta svæð- isins er ioftslagið kaldtemprað, og nyrzt er heimskautaloftslag. Þá er landslagið ekki síður breytilegt en loftslagið. Það skiptast á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.