Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 93 iiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiHiiiiimimiiiiiiiiiiiiiii dreifzt suður á bóginn, nú er aðalheimkynni þeirra í Suður-Ame- ríku, annars staðar eru þeir ekki til, nema hvað einstöku teg- undir hafa slæðzt yfir landamærin til Norður-Ameríku, eins og til þess að sjá þann stað, þar sem vagga þeirra stóð til forna. En björnunum varð meira ágengt. Þeir komust brátt til Suður- Ameríku og gamla heimsins, og dreifðust um hann allan, nema suður fyrir Sahara hafa þeir aldrei komizt, né heldur til Ástral- íu. Um kattaættina er miklu minna kunnugt. Eftir öllum mörk- um að dæma, hefir þróun þeirra byrjað í Evrópu, en þaðan hafa þeir dreifzt um víða veröld. Margir verða ef til vill hissa á því, að margar og miklar ættir dýra, sem nú eiga aðallega heima í heitu löndunum, skuli hafa orðið til og þróazt fyrst í stað í norðlægum löndum, en í því sambandi verðum við að minnast þess, að á Nýju öldinni, áður en Ístíminn skall á, hefir loftslag hér nyrðra verið miklu heitara en nú er.1) Þótt sagan um þróun tegundanna, ættanna og flokkanna virðist lítið koma við út- breiðslu tegundanna nú á dögum, verður þó að taka það með í þessu sambandi, af því að við verðum einmitt að ganga út frá þróun tegundanna sem grundvelli, því annars verður útbreiðsla þeirra nú á dögum ekki skilin. Meðal einkennisdýra Norðursvæðisins, eru selirnir. Það er al- mennt álitið, enda þótt um það séu þó nokkuð skiptar skoðanir, að selirnir séu afkomendur frumlegra rándýra, skyldir hund- unum, en hvað sem því líður, má hiklaust fullyrða, að rándýr eru þeir, rándýr, sem hafa vanizt á að lifa í sjónum, og lagazt eftir því. Tegundaf jöldinn er frekar lítill, en einstaklingamergð er allmikil. Selirnir lifa við allar strendur Norðursvæðisins í sjó, en sumar tegundir lifa einnig í vötnum gamla heimsins, Kaspiskahafinu, Aralvatni og Bajkalvatni, þangað hafa þeir komizt þegar vötnin fyrr á öldum stóðu í sambandi við hafið meir en nú er. Hinir eiginlegu selir eru mjög algengir allsstaðar við strendurnar, þó einkum við Atlantshafsstrendurnar, en við Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku eru eyrnaselimir, og við ís- hafsstrendurnar lifir, eins og kunnugt er, rostungurinn, sem er allskyldur eyrnaselunum. Merkilegt er svæðið vegna hófdýra þeirra, sem þar finnast, og leifum þeim, í jarðlögunum, sem bera vott um hófdýralíf lið- inna tíma. í Norður-Afríku og Asíu, er talsvert af ösnum. Alls 1) Árni Friðriksson: Aldahvörf í dýraríkinu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.