Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 95
............................................................
árinnar, er nú hamla göngu laxanna. Er þegar byrjað á sprengingu
fossabergisins.
Athugasemdir þær, sem menn hafa gert við þessa ráðstöfun
Fnjóskdælinga, eru tvennskonar. I fyrsta lagi er álitið, að hinir
ensku laxaveiðimenn hafi að einhverju leyti gabbað sveitarfélagið
fjárhagslega; í öðru lagi er talað um skammsýni í sambandi við
að láta sprengja fossabergið, vegna gagnsemi fossanna til raf-
lýsingar í dalnum.
Ef fyrri athugasemndin er athuguð með nokkurri skynsemi,
verður hún hégómi einn. Þau tuttugu ár, sem Englendingarnir
hafa elfuna til umráða, er síst of mikið gjald fyrir jafn þýðingar-
mikið verk og það er, að gera hana laxgenga. Að þeim tíma liðn-
um ganga Fnjóskdælingar að fullkomlega arðbærri laxá, án þess
að hafa kostað til hennar svo mikið sem einseyringi. Og eflaust
má einnig gera ráð fyrir að dalbúar hefðu eigi fullkomnað fossa-
sprengingarnar sjálfir á tuttugu næstu árum. Sú eina fyrirhöfn,
sem þeir þurfa nú að leggja á sig til þess að geta hagnýtt ána,
þegar þeir taka við henni aftur, er verklegt nám í laxveiðum og
laxaklaki. Og þá erfiðleika ættu þeir að vera menn til að yfir-
stíga.
Síðari athugasemdin, raflýsingar-áhyggjan, er einnig nokkuð
vanhugsuð. Eigi að raflýsa alla sveitina, eins og yngri menn með-
al dalbúa tala nú mikið um, er sjálfsagt að taka þátt í tilvonandi
rafvirkjun Akureyrar á Laxá í Þingeyjarsýslu. Bygging rafstöðv-
ar við Fnjóská hefði tvo ókosti í för með sér. Rafmagnið yrði of
dýrt og laxaklakið ekki neitt.
Beri dalbúa hins vegar gæfu til að hugsa þessi mál á réttan
veg, og vilji þeir nokkru fórna, ættu næstu tuttugu ár að geta fært
þeim bæði tiltölulega ódýrt rafmagn frá Laxárstöð og undirbúning
að nokkrum fyrirmyndar laxaklakstöðvum við Fnjóská. Þá verð-
ur bjart í húsum Fnjóskdælinga og lax á borðum þeirra. Og eins
og nætur flýja daga hverfa þeim allar endurminningar um salt-
fiskát við skin daufra ljósa.
Sigurður Draumland.