Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 58
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Árshringir trésins eru talsvert þykkari en hjá blæöspinni sjálfri, sem og öll hin árlega viðbót á tré í stofn asparinnar. Ennþá hefir ekki verið unnt að sjá og mæla muninn nákvæmlega, vegna skorts á sérstökum samanburðartilraunum við nákvæm- lega sömu aðstæður, en bæði á Skáni og í Norðurbotni lítur risa- öspin út fyrir að auka trjámagn sitt að minnsta kosti tvöfallt á við blæöspina á sömu stöðum, bæði á hæð og í þvermál. Einn hinna góðu eiginleika risaasparinnar er hið mikla mót- stöðuafl hennar gegn mergfúa. Venjulega blæöspin við Bosjö- klaustur er mjög mergfúin um þrítugt, en jafnvel elztu risa- aspirnar á sama stað eru svo að segja fullkomlega lausar við slíkar skemmdir. Sama er raunin á um allar aðrar risaaspir hvar, sem er, í Svíþjóð. Það tvennt, hve hratt risaöspin vex, og að hún eyðileggst ekki af mergfúa, gerir hana mjög æskilega til ræktunar í smáum og stórum stíl. Sem skrauttré í görðum er hún mjög heppileg, því að hún er fagurlega beinvaxin og greinótt, og til iðnaðar af ýmsu tagi er hún ágætasta tré. Að ógleymdu því, að hún getur hjálp- að til að mynda skjól fyrir önnur tré, þar sem enginn skógur er fyrir. Timbrið er reyndar dálítið lausara í sér en venjulegur við- ur, af því að frumurnar eru svo stórar, vegna hinnar háu tölu iitþráða. En við rannsóknir, sem sænski eldspýtnaiðnaðurinn hef- ir látið gera, kom í ljós, að timbur risaasparinnar er prýðilegt til eldspýtnagerðar og fyllilega jafngott og timbur blæasparinnar, þrátt fyrir stórgerða árshringi og hraðan vöxt. Og við rannsókn- ir, sem pappírsiðnaðurinn hefir gert á efnarannsóknarstofum sínum, hefir sannazt til fulls, að risaöspin er „að minnsta kosti jafngóð, ef ekki betri“ en venjuleg blæösp til pappírsgerðar. Skömmu eftir að Nilsson-Ehle hafði átt viðtal við sænsku blöð- in sumarið 1935, barst honum frétt af, að í Medelpad, sem er í norður af Sundsvall, hafi fundizt stórvaxin ösp, sem minni að öllu leyti á lýsinguna á skánsku risaöspinni. Greinar og rótarsprotar af henni voru strax sendir til Svalöf, þar sem litþræðirnir voru taldir skömmu síðar. Tala þeirra var þreföld, eins og búast mátti við, svo að strax sama sumarið höfðu fundizt risaaspir á tveim stöðum í Svíþjóð. Og nú rigndi inn allskonar spurningum víðs- vegar að og innan skamms fengust öruggar fréttir af talsvert fleiri runnum af risaöspum víðsvegar um landið. Fólkið hafði fengið logandi áhuga á málinu og þær iðnaðargreinar, sem mest byggja rekstur sinn á öspinni, eldspýtnagerðin og pappírsiðnað-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.