Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 64

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 64
108 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN .iimmmmimmiiiimimiiimmiimimimiiiimiiiiiiimiimimiiiiiimiiiiimiiiimiiiiimmiiiiiimimimiiimiiiiiiiimitiiiiiiiii Lýr fundinn við ísland. Meðal fiskaheitanna í Skáldskaparmálum Snorra Eddu er „lýr“. Það heiti hefir frá fornu fari verið alkunnugt við Noreg á fiski, sem ber þar enn nafnið 1 y r eða 1 y r t o r s k, eins og hann líka er nefndur á sænsku, en á dönsku er hann nefndur Lubbe og Pollack á ensku. Þetta er þorsktegund, sem er mjög tíð við England og sunnanverðar Bretlandseyjar yfirleitt, tíð við sunnan- Lýr. (Danmarks Fauna.) verða vesturströnd Noregs, en sjaldgæfari lengra suður og norð- ur með Noregi er hann ekki fyrir norðan Lófót. Hann er ekki við Ameríku, en nafnið Pollack eða Pollock er þekkt þar, en er nafn Ameríkumanna á ufsanum. Vísindanafn hans er Gadus pollachius. Fiskur þessi, lýrinn, hefir hingað til aldrei sést eða veiðst hér, svo víst sé1), fyrri en síðastliðinn vetur, er einn fullvaxinn fékkst í botnvörpu á togaranum „Júní“ í Hafnarfirði 7. marz, á vestanverðum Selvogsbanka (eins og getið var um í útvarpinu), og var vissan um það að þakka Jóngeir Davíðsyni, háseta á „Júní“; hann hugði fiskinn vera ufsa, en svo athugaverðan í út- liti, að hann símaði mér lýsingu á honum og sendi mér hann sam- kvæmt beiðni minni, þar sem mig grunaði, að hér væri um ann- 1) Jónas Hallgrímsson getur þess í ritum sínum, að veiðst hafi í Fjalla- sjó fiskur, sem hann, eftir lýsingu manna að dæma, hyggur að hafi verið þessi fiskur, sem hann, vegna litarins, vildi nefna „gullufsa", en var ekki kunnugt um hið fornnorræna nafn hans.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.