Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 67
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111
.llllllll■llllll■■lll■■l■llllll■llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll■llllllll■■ll■lll■■l■ll■■■l■lllllllllllllll
tíminn að lengjast hjá Biloxi-baununum og varð loks við spír-
un um hásumarið, 146 dagar. Blaðvaxtartíminn hjá Peking-baun-
unum fór að lengjast við spírun í maí og varð loks 66 dagar.
Aftur á móti breyttist blaðvaxtartíminn ekkert hjá Mandarin-
baununum. Tíminn frá spírun til blómgunar varð alltaf um 25
dagar, hvenær sem baunirnar voru látnar spíra. Það tókst líka
að stytta blaðvaxtartímann að sumrinu með því að skyggja á
plönturnar frá kl. 6 að kvöldi til kl. 6 að morgni. Að vetrinum
lánaðist ennfremur að lengja blaðvaxtartímann með því að láta
ljós skína á plönturnar frá sólsetri til miðnættis. Þessar tilraunir
vöktu milda eftirtekt og sönnuðu að daglengdin hefir afarmikil
áhrif á lengd blaðvaxtartímans. Samkvæmt þessu er plöntunum
skipt í þrjá aðalflokka eftir birtunæmi þeirra: 1. Langdegis-
plöntur. Þær blómgast bezt þegar dagurinn er langur, helzt yfir
14 tíma. Það hafa ýmsar síðari tilraunir sýnt. 2. Skammdegis-
plöntur. Þær blómgast fyrst við stuttan dag eins og sagt er um
Peking og Biloxi-baunirnar. 3. Plöntur, sem viröast ónæmar fyrir
daglengdinni, t. d. Mandarin-baunir. Sumar plöntur krefjast
þannig skammdegis til að ná eðlilegum þroska. Þetta þverbrýtur
hina gömlu reglu að ætíð sé bezt að hafa sem mest af birtu svo
að kolsýruvinnslan aukist. Skammdegisplönturnar eru hér undan-
tekning. Það er því ærin munur á langdegis- og skammdegis-
plöntum. Tilraunir með rúg og hirsi sýna þetta glöggt. Rúgurinn
og hirsið voru ræktaðar við ýmsar daglengdir, 9—12 og 18 tíma
birtu á sólarhring. Hirsið bar aðeins blóm þegar dagarnir voru
stuttir, en rúgurinn blómgaðist ef dagurinn var 18 tímar. Annars
uxu aðeins blöðin. Rúgurinn er langdegisjurt en hirsið skamm-
degisjurt. Hirsið er líka hitabeltisjurt og vant stuttum dögum
þar, en rúgurinn á heima í tempraða beltinu, sem hefir langa
sumardaga. Dahlíur og Chrysanthemur eru einnig suðrænar
skammdegisjurtir. Þær blómgast á haustin á Norðurlöndum, þeg-
ar dagurinn er orðinn stuttur. Þetta hafa menn sumstaðar fært
sér í nyt. I Californiu hefir garðyrkjumaður látið útbúa stór
gróðurhús, þannig að það er dimmt í þeim frá kl. 6 að kveldi
til kl. 6 að morgni. Þannig hefir hann fengið alblómgaðar Chry-
santhemur 2 mánuðum á undan öðrum og grætt drjúgan á þessu.
Jólastjörnur (Poinsettia pulcherrina) eru skammdegisjurtir og
bera auðveldast blóm um jólaleytið hjá okkur. Blaðvaxtartíminn
ákveðst þannig mjög af lengd dagsins en ekki eingöngu af hita-
anum eða „innri orsökum" eins og fyrr á tímum var álitið.