Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 81

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 81
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 125 iiiiiiimiiiimmimiiiiiiiiimmmiiimimiiiiimiiiiiimmimiiiiimiiiimiiimimiiiiiiimmiiiiimimiiiimiiiimiiimiiiiiiiiiiimi hugað hinn svonefnda persónulega hraða og ættgengi hans. Ef maður er látinn slá með naglarbaki vísifingurs í borðrönd, er hraði högganna ekki sá sami hjá ólíkum mönnum. Sumir slá mjög hægt og þægilega:------------------, aðrir slá hraðar:-----------------, og enn aðrir hafa enn meiri hraða á:------------------. Sé fjöldi slaganna á hverj- um 10 sekúndum ákveðinn, kemur í ljós, að hver maður hefir sinn sérstaka og stöðuga hraða. Slík hraðaprófun var gerð með marga tvíbura og árangurinn varð, að meðalmismunur hraðans hjá ein- eggja tvíburum var ekki meiri en við endurteknar tilraunir með sama einstakling. Hjá tvíeggja tvíburum var munurinn talsvert meiri og líkur því, sem er hjá venjulegum systkinum. Þar með er sannað, að sálfræðilegur eiginleiki eins og hinn persónulegi hraði er mjög háður ættgenginu. 4. mynd. Eineggja þríburar, 7 ára. Frá sviði lífeðlisfræðinnar er hægt að nefna þær tvíburarann- sóknir, sem tekið hafa af allan vafa um erfðir á kynþroska- aldri kvenna. Það er hægt að nefna ótal önnur dæmi um erfðir eðlilegra eig- inleika, sem tvíburarannsóknirnar hafa leitt í ljós, en aðalgildi þeirra liggur í ákvörðun arfgengra galla og sjúkdóma. Þegar um slíkt er að ræða, er athugað vandlega svonefnt samræmi (kon- kordans) og misræmi (diskordans) í sjúkdómnum eða gallanum hjá bæði eineggja og tvíeggja tvíburum. Við tvíburarannsóknir á sykursýki á tuttugu eineggja tvíbur- um, kom í ljós, að þrettán pör voru samræm (báðir höfðu sykur-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.