Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
109
eyri, og var hann þar með auðnutittlingum. Mál fuglsins voru þessi:
Heildarl. 115.5, vængur 76.0,'stél 45.0, nef 10.0, rist 14.7, miðtá -þ
kló 13.0 og kló 4.0 mm. Þyngd 17.7 g. Kyn £ ad. í maga og hálsi
fuglsins voru reyniberjakjarnar. Fuglinn var mjög feitnr.
5. Dómpápi — Pyrrhula pyrrhula pyrrhula (L.)
í Fuglanýjungum II var þess getið, að fugl þessarar tegundar
(£ ad) hefði sézt í Gróðrarstöðinni á Akureyri 31. des. 1941. Fugl
þessi hélt þar til þangað til seint í jan. 1942, en náðist ekki (Kristján
Geirmundsson).
6. Rósafinka — Carpodacus erythrinus erythrinus (Pall.)
Hinn 1. sept. 1943 var skotinn lugl þessarar tegundar á Kvískerj-
um í Öræfum, og hefur Hálfdán Björnsson á Kvískerjum gefið hann
Náttúrugripasafninu. Mál fuglsins voru þessi: Vængur 81.0, stél 55.7,
nef frá kúpu 15.3 (frá fiðri 10.7), rist 18.9, miðtá-j-kló 19.6 og kló
6.2 mm. Kyn fuglsins var ekki ákvarðað, en samkv. lit er annaðhvort
um kvenfugl eða karfugl í 1. ársbúningi að ræða.
Tegund þessi er ný fyrir ísland. Á ensku er hún kölluð Scarlet
Grosbeak, á þýzku Karmingimpel, á dönsku Karmindompap og á
sænsku Rosenfink. Á íslenzku mætti kalla hana rósafinku.
Varpheimkynni rósafinkunnar ná frá Austur-Finnlandi og Aust-
ur-Þýzkalandi (Pommern og Mecklenlmrg) austnr að Kyrrahafi
(Kamtsjatka). Ennfremur er hún varpfugl í Himalajafjöllum, fjall-
lendum Vestur-Kína, Mið-Asíu, Norður-Persíu, norðanverðrar Litlu-
Asíu og í Kákasusfjöllum. Varpheimkynni deilitegundarinnar C. e.
erythrinus ná yfir Austur-Þýzkaland, Pólland, Baltnesku löndin,
Austur-Finnland norður að 63°, Rússland norður að 65° og suður að
Volgu og Kírgísasteppum, og ennfremur vestanverða Síbiríu austur
til Irkutsk, en í Norður-Síbiríu eru austurtakmörk þessarar deiliteg-
undar enn ókunn. Á útbreiðslusvæði tegundarinnar í Asíu austan
og sunnan við heimkynni þessarar deilitegundar, taka aðrar deiliteg-
nndir (C. e. roseatus o. fl.) við. í Evrópuheimkynnum sínum er rósa-
finkan farfugl, sem leitar á haustin suður um Suðaustur-Evrópu,
en enn er þó óvíst, hvar vetrarheimkynni liennar eru. Utan varp-
tímans verður hennar einnig vart sem flækings víða vestur og suður
um Evrópu. Hennar hefur t. d. orðið vart í Noregi, Svíþjóð og Dan-