Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 28
130
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURIN N
úr stráum, stönglum og rótartægjum, en stundum er dálitlu af þurr-
um blöðum blandað saman við þetta efni. Eggin eru 5, fagurgræn-
blá með daufum, rauðbrúnum blettum og dropum, sem oftast eru
aðeins á digra enda eggsins, en stundum þó dreifðir um allt eggið
og vantar stundum alveg.
21. Gulbrystingur — Erithacus rubecula rubecula (L.)
1942: Eins og getið hefur verið um í Fuglan. II, sáust 2 gulbryst-
ingar á Kvískerjum í Öræfum 20. nóv. 1941. 19. des., voru þeir þar
enn um kyrrt. Eftir það sást ekki nema annar þeirra, en liann dvaldi
þar þangað til í febrúar 1942, að hann hvarf. 1. apríl sást svo aftur
gulbrystingur á Kvískerjum, en hann hvarf aftur um miðjan þann
mánuð. Ef til vill hefur það verið sami fuglinn og hvarf í febrúar
(Híilfdan Björnsson).
1943: Á Lambavatni á Rauðasandi sást gulbrystingur 31. okt. Sást
hann þar í 3 eða 4 daga og var mjög spakur (Ólafur Sveinsson). Á
Grímsstöðum við Mývatn var skotinn gulbrystingur 30. des., en hann
hafði sézt þar öðru hvoru síðan 29. nóv. Fugl þennan hefur Ragnar
Sigfinnsson á Grímsstöðum gefið Náttúrugripasafninu. Mál hans
voru þessi: Vængur (59.0, stél 57.0, nef frá kúpu 13.8, rist 25.5, mið-
tá+kló 18.8 og kló 5.2 mm. Kyn fuglsins var ekki ákvarðað. Á Kví-
skerjum í Öræfum sást gulbrystingur 19. okt. og aftur 24. s. m., en
ef til vi 11 hefur það verið sami fuglinn í bæði skiptin (Hálfdan
Björnsson). Að svo komnu máli tel ég gulbrystinga þá, sem Iiér sjást,
til deilitegundarinnar E. r. rubecula.
22. Landsvala — Hirundo rustica rustica L.
1942: Á Skútustöðum við Mývatn sást landsvala í maíbyrjun
(Ragnar Sigfinnsson). Á Sandi í Aðaldal, S.-Þing., sást l’andsvala 15.
apríl (Njáll Friðbjörnsson). Á Eiðum í S.-Múl. sást landsvala 18. apríl
(Þóroddur Guðmundsson). Á næsta bæ við Syðra-Bakka í Keldu
hverfi fannst dauð landsvala 2(5. maí (Höskuldur Stefánsson). Á
Kvískerjum í Öræfum sást landsvala 18. maí og aftur 24. s. m. Hinn
7. júní sást þar enn landsvala og 8. ágúst 2 (Hálfdan Björnsson).
1943: í Kollsvík í V.-Barð. sást landsvala 15. maí (Ingvar og Össur
Guðbjartssynir). Á Núpsstað í Fljótshverfi, V.-Skaft, sá höf. landsvölu
2. júní, er hann var þar á ferð. Hafði hún haldið þar til undanfarið.