Náttúrufræðingurinn - 1944, Síða 40
142
NÁTTÚR U T RÆÐIN G U RIN N
10 sjóm. út af Þorg.firði.... 500 —
Við Gjögur ...................... 50 —
Út af Flatey ................... 100 —
11/2 sm. út af Flatey............ 50 —
9. september:
3 sm. út af Gjögrum ............ 250 —
8 — S. af Grímsey............... 100 —
3 — NA. af Gjögri .............. 100 —
Vafalaust hefi ég ekki náð nema til örfárra þeirra, sem makríl
veiddu á þessu tímabili, og gæti ég trúað, að þau liafi verið fá, skipin,
sem ekki urðu hans vör. Er bersýnilegt, að mikið hefur verið um
liann, a. m. k. frá ísafjarðardjúpi til Grímseyjar, á tímabilinu frá ca.
20.-25. ágúst til um 10. sept.
Þessi mikla gengd af makríl síðastliðið sumar hlýtur að eiga rót
sína að rekja til þess, að sjórinn úr Atlantshafinu, þ. e. Golfstraum-
urinn hafi látið mjög mikið til sín taka. Mælingar á sjávarhita liafa
líka sýnt, að svo er. Sjávarhiti við Norðurland var meiri s.l. sumar
eh nokkurn tíma áður þetta tímabil, sem rannsóknir okkar ná til.
Þannig var meðalhitinn í yfirborði:
10.0° C ............. 21.-31. júlí
10.6 — ............ 1.—10. ágúst
9.8 - ............ II.-20. -
9.8 - .............. 21.-31. -
Ylirleitt er sjávarhitinn við N.-land vanur að ná hámarki kring-
um miðjan ágúst, og var meðalhitinn á þeim árstíma 7—8°C á ár-
unum 1875—1915, en á síðari árum (1924—1933) hefur hann reynzt
tæp 9 stig, og eru tölurnar miðaðar við sjóinn úti fyrir miðbiki
N.-lands. Er því ljóst, að Golfstraumurinn hefur verið óvenjulega
sterkur undanfarið sumar.
A. F.