Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1944, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1944, Side 41
Ný leðurblökuheimsókn Þess er skemmst að minnast, að haustið 1943 varð land vort fyrir óvæntri og til þess tíma einstæðri heimsókn. Þá um liaustið náðist amerísk leðurblökutegund lifandi á Hvoli í Mýrdal. Um þennan merkilega fund hefur þegar verið getið í þessu tímariti (13. árg., bls. 153—154). Nú hefur atburður þessi endurtekið sig, og það í sjálfum höfuðstaðnum. Hinn 23. ágúst 1944 urðu tveir drengir í Reykjavík varir við einkennilega skepnu, sem var að flögra utan á húsi Fiskifé- lags íslands, á horni Skúlagötu og Irigólfsstrætis. í fyrstu hugðu þeir þetta vera fugl, eu þótti þó einkennilegt, að skepna þessi settist öðru- hvoru utan á lóðrétta veggi hússins og liélt sér þar fastri. Brátt kom- ust þeir þó að raun um, að þetta var leðurblaka. í þeim svifum bar þar að tvo drengi aðra, og hófu þeir nú tilraunir til þess að ná dýr- inu og tókst það með því að drepa það með spýtu. Fóru þeir síðan með leðurblökuna á lögreglustöðina, því að þeir hugðu, að hún hefði sloppið úr rannsóknarstolunum í Fiskifélagshúsinu. Þaðan var hún send á skrifstofu Morgunblaðsins, og nú hefur hún fengið sama- stað á Náttúrugripasafninu. Eftir því sem ég kemst næst með þeinr bókakosti um leðurblökur, sem hér er völ á, er hér einnig um ameríska leðurblökutegund að ræða. Heitir hún á vísindamáli Vespertilio gryphus Fr. Cuvier, en hið alþýðlega nafn hennar í Ameríku er The little Brown Bat. Teg- und þessi er miklu minni en tegundin, sem náðist á Hvoli í Mýrdal. Hún er dökkbrún að ofan og ljósgrá að neðan. Heimkynni hennar eru í Kanada, austan Klettafjalla, og ef til vill einnig í Norðvestur- Kanada og Alaska. Ennfremur er hún algeng í norðaustur- og aust- urríkjum Bandaríkjanna. Þessar tvær amerísku leðurblökur, sem komið hafa fram hér á landi, hafa að öllum líkindum borizt hingað með skipum. Að minnsta kosti eru engin líkindi til, að þær hafi getað komizt alla leið af sjálfsdáðum. F. G.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.