Náttúrufræðingurinn - 1944, Side 41
Ný leðurblökuheimsókn
Þess er skemmst að minnast, að haustið 1943 varð land vort fyrir
óvæntri og til þess tíma einstæðri heimsókn. Þá um liaustið náðist
amerísk leðurblökutegund lifandi á Hvoli í Mýrdal. Um þennan
merkilega fund hefur þegar verið getið í þessu tímariti (13. árg., bls.
153—154). Nú hefur atburður þessi endurtekið sig, og það í sjálfum
höfuðstaðnum. Hinn 23. ágúst 1944 urðu tveir drengir í Reykjavík
varir við einkennilega skepnu, sem var að flögra utan á húsi Fiskifé-
lags íslands, á horni Skúlagötu og Irigólfsstrætis. í fyrstu hugðu þeir
þetta vera fugl, eu þótti þó einkennilegt, að skepna þessi settist öðru-
hvoru utan á lóðrétta veggi hússins og liélt sér þar fastri. Brátt kom-
ust þeir þó að raun um, að þetta var leðurblaka. í þeim svifum bar
þar að tvo drengi aðra, og hófu þeir nú tilraunir til þess að ná dýr-
inu og tókst það með því að drepa það með spýtu. Fóru þeir síðan
með leðurblökuna á lögreglustöðina, því að þeir hugðu, að hún hefði
sloppið úr rannsóknarstolunum í Fiskifélagshúsinu. Þaðan var hún
send á skrifstofu Morgunblaðsins, og nú hefur hún fengið sama-
stað á Náttúrugripasafninu.
Eftir því sem ég kemst næst með þeinr bókakosti um leðurblökur,
sem hér er völ á, er hér einnig um ameríska leðurblökutegund að
ræða. Heitir hún á vísindamáli Vespertilio gryphus Fr. Cuvier, en
hið alþýðlega nafn hennar í Ameríku er The little Brown Bat. Teg-
und þessi er miklu minni en tegundin, sem náðist á Hvoli í Mýrdal.
Hún er dökkbrún að ofan og ljósgrá að neðan. Heimkynni hennar
eru í Kanada, austan Klettafjalla, og ef til vill einnig í Norðvestur-
Kanada og Alaska. Ennfremur er hún algeng í norðaustur- og aust-
urríkjum Bandaríkjanna.
Þessar tvær amerísku leðurblökur, sem komið hafa fram hér á
landi, hafa að öllum líkindum borizt hingað með skipum. Að
minnsta kosti eru engin líkindi til, að þær hafi getað komizt alla leið
af sjálfsdáðum.
F. G.