Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
145
kennilegt er það, að blóðhitinn er yfir 10°C liærri en sjórinn í kring,
og stafar það af því, að hlóðrás túnfisksins (æðakerfið) er fullkomnari
en í flestum öðrum fiskum. Þessi óvanalega mikli blóðhiti veldur
einnig því, að túnliskurinn er feikna sterkur, viðbragðsharður og
snar í snúningum.
Fyrir styrjöldina var ársveiði Evrópumanna nokkuð yfir 20.000
smál., og var markaðsverðið 60—70 aura kg. Langmestan hluta þeirr-
ar veiði tóku Portúgalsmenn (um helming Evrópu-aflans) og Frakk-
ar. Ameríku megin Atlantshafsins var veiðin aftur frekar lítil, að-
eins nokkur hundruð smálesta. Túnfiskurinn er einnig mjög algeng-
ur í Kyrrahafinu, og var veiði Bandaríkjamanna um 10 þús. smál.
á ári, auk þess eru þar fjórar aðrar tegundir túnfiska, og gefa þær
Bandaríkjamönnum um 100 þús. smál. á ári og yfir 10 millj. dala
í aðra hönd.
Það er ekki við því að búast, að mikið fari fyrir túnfiskinum við
strendur íslands, jafn norðarlega og okkur er í sveit komið á hnett-
inum. Þó hefur hans orðið vart hér við og við, en líklega með lang-
mesta móti sl. sumar, og er það ástæðan til þess, að hann er gerður
að umtalsefni í þessu hefti Náttúrufræðingsins. Skal nú rakið það,
sem vitað er um þennan merka fisk hér við land, frá því að Sveinn
Pálsson gat hans hér fyrstur manna:
1. Túnfisk rak á Eyjafjallasand 1 1. nóv. 1797.
2. Tveggja m. langan og 76 kg. þungan túnfisk rak óskemmdan
á Eyrarbakka 7. sept. 1880.
3. Snennna í nóv. 1894 rak einn álíka stóran hjá Leirhöfn á Sléttu.
4. Átta feta (ca. 260 cm.) túnfisk rak í nóv. 1898 hjá Kolbeinsstöð-
um á Miðnesi.
5. Einn veiddist á jrýzkan botnvörpung nálægt Ingólfshöfða sum-
arið 1913.
6. Úldin skrokkur af einum fékkst í botnvörpu í Mýrdalssjó í
maí (Ár ?)
7. Hauskúpa fékkst í botnvörpu í Miðnessjó.
8. Hauskúpa fékkst í botnvörpu á Sviðinu.
9. Hauskúpa l’ékkst í botnvörpu í Jökuldjúpi.
10. Túnfisk rak á Álfhólafjöru í Landeyjum í jrilí 1928.
11. Snemma í ágúst 1929 sást túnfiskur, ýmist einn og einn eða
fleiri saman út af Austfjörðum, sunnan Héraðsflóa, og gengu
nokkrir inn undir Neskaupstað í Norðfirði 10. ágúst.