Náttúrufræðingurinn - 1944, Side 54
156
N Á 11 Ú RU FRÆfilNGURlNN
Granselur eða Kampaselur (Erignathus batbatus L.)
1. Ungur selur. 2. Höfuð af ungura sel. — Hjort oj.’ KiíÍpowitcli.
í Þingeyjarsýslu, lét ganga á Húsavík, laugardaginn næsta fyrir Kross-
messu Í605, en hann var um selveiði Múlakirkju og ,,nótlög“ á
beneficii-eign. En orðið ,,nótlög“ bendir einmitt á vöðuselsveiði, þvt
að það er enn hér í Þingeyjarsýslu notað um þá staði, þar sem nætur
voru lagðar fyrir vöðusel eða farsel, en síður um lagnir í látrum; þar
hef ég Iieyrt talað um ,,nótastæði“. Þá getur og víða í jarðabók Árna
Magnússonar um vöðuselsveiði ,,til forna“ og ennfremur, að Magnús
lögmaður björnsson, sent liélt Munkaþverárklausturs-umboð frá
1618 til 1663, hali gert út menn norður í Hraunhöfn á Sléttu til
selaveiða og hafi þeir aflað svo vel, að talið var, að aflinn hefði nægt
til að kvitta afgjald lögmanns af klaustursumboðinu. Því miður nefn-
ir Árni engin árstöl í þessu sambandi. Þá má einnig gera ráð fyrir því,
að hún hafi allt fram að — eða nokkuð fram yfir 1600, — átt sér stað
alstaðar þar, sem vöðuselur eða farselur gekk að landinu, en það er
á öllu svæðinu frá Breiðafirði, norðanterðum, og norður og austur