Náttúrufræðingurinn - 1944, Side 67
N ÁTT Ú RU F RÆfilNGURIN N
169
veizlu í arfamáli, er Eyjólfur átti í —, 3 vættir hvals. Eru þessi þrjú
atriði eigi fullgild sönnun þess, að þessi frumlega geymsluaðferð á
sjófangi liafi verið þekkt í Noregi fyrir landnámstíð Íslands og flutzt
hingað með landnámsmönnum, en verið aðeins notuð við feitmeti
(hval, spik, lifur, o. s. frv.), en hafi áður á öldum, — er þeir stóðu á
líku menningárstigi og sumir þjóðflokkar í Norður-Asíu hafa verið
á til skamrns tíma — geymt lax og ef til vill fleiri fiskategundir frá
sumri til vetrar í gröfum, en það gera sumir Asíumenn enn í dag,
eða gerðu það fyrir rúmum 20 árurn, er sænsku hjónin Sten og Dagny
Bergman fóru vetrarferðir á hundasleða um vesturströnd Kamt-
chatka skagans. Þá var þeirn boðinn þar sá rnatur, er þau nefna
„Kisle“, en jrað var lax, er geymdur liafði verið í gröf frá sumrinu
áður, og var orðinn að jöfnu nrauki, eða þykkum graut. Þau gátu nú,
sem eðlilegt var, eigi neytt Jressa matar, en hundar Jreirra urðu að
sætta sig við hann og Jrótti góður, er þeir vöndust honum. — Mun
óefað mega finna fleiri dæmi lík Jressu, ef vel væri leitað.
Hér hefur víðast verið stiklað á aðalatriðum. Því er yfirlit Jretta að
öllu leyti ófullkomnara, fáskrúðugra og sundurlausara en vera ætti,
og eru þeir, sem kynnu að sjá það eða heyra, vinsamlega beðnir að
minnast þessa.
Lóiri, 29. des. 1943.