Náttúrufræðingurinn - 1944, Side 75
NÁTTÚRTJFRÆÐIN GURINN
177
nema álftin og stokköndin, sem eru staðfuglar að miklu leyti, en
hverfa þó til sjávar á vetrum. Nokkuð af álftum og stokköndum
heldur sig þó á vetrurn á ám og vötnurn, sem ekki leggja, og geta þar
sjálfsagt valdið nokkru tjóni á hrognum.
í öðrum flokki eru svo nokkrar andategundir, sem aðallega kafa
eftir átunni. Þessar tegundir eru duggönd, skúfönd, hávella, hrafns-
önd, húsönd og straumönd. Þær lifa aðallega á fæðu úr dýraríkinu,
svo sem skordýrum og skordýralirfum, lindýrum, smáum krabbadýr-
um og ormum, og þegar svo ber undir, einnig fiskahrognum og jafn-
vel fiskaseiðum, þó að lítil brögð muni vera að því. Auk þess lifa
þessar tegundir að nokkru á jurtafæðu, þó að þær séu fyrst og fremst
dýraætur. í þessurn flokki eru því þær tegundir, sem aðallega eru
keppinautar nytjafiskanna um átuna í ám og vötnum. Þar sem mikil
mergð er af þessum tegundum eins og t. d. á Mývatni, getur því vel
hugsast, að þær spilli að einhverju leyti lífsskilyrðum nytjafiskanna,
en það er þó bót í rnáli, að þær eru annaðhvort farfuglar (duggönd,
skúfönd, hrafnsönd) eða halda sig á sjónum yfir veturinn (hávella,
húsönd, straumönd). Þær eru því ekki keppinautar nytjafiskanna
um átuna nema 'yfir sumartímann, en þá er átuhámark í vötnurn og
ám, svo að minni liætta er þá á átuþurrð. Á vetrum er aftur á móti
átan mun minni, og átumagnið á þeirn tíma árs hefur því miklu
meiri þýðingu fyrir vöxt og viðgang fiskstofnanna. Ein þessara teg-
unda, húsöndin, heldur sig þó talsvert á veturna á ám og vötnum,
sem ekki leggja. Hún er t. d. allalgeng á vetrum á auðum svæðum í
Mývatni og Laxá í S.-Þing. Má því telja víst, að hún vakli þar nokkru
tjóni á hrognum og ef til vill einnig á seiðum. Þegar dærna skal um
skaðsemi tegundanna i þessurn flokki, verður þó að taka fullt tillit
til nytja þeirra, sem menn hafa af þeim, en þær eru sums staðar all-
miklar, eins og t. d. við Mývatn.
í þriðja flokki eru loks stóra og litla toppönd. Báðar þessar teg-
undir lifa eingöngu á fæðu úr dýraríkinu, og báðar lifa þær aðallega
á fiskum, en auk |>ess einnig eitthvað á lægri dýrum, svo senr skor-
dýrum og skordýralirfum, krabbadýrum ogormum, en hrogn eta þær
ekki. Hjá báðum þessurn tegundum nema fiskar 75—90% af fæð-
unni. Auðvitað er það einkum silungs- og laxungviði, sent verður
fyrir barðinu á þessum tegundum. Litla toppöndin etur þó einnig
mikið af hornsí I um, og gerir með því móti nokkurt gagn, jrví að
jrau valda vafalaust tjóni í veiðivötnum. Báðar jressar tegundir eru