Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 80

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 80
INGÓLFUR DAVÍtíSSON: Blómalitur, blómailmur Lögun, litur og ilmur blómanna ráða úrslitum, að jainaði við val urtanna í skrúðgarðinn. Eru litur og ilmur oft þyngri á metunum, en vaxtarlagið. Stærð og blómgunartími koma líka mjög til greina. Ilm- ur blómanna er háður ýmsum vaxtarskilyrðum. Náskyld jurtaaf- brigði geta einnig verið mjög misjafnlega ilmrík. Séu jurtir ræktaðar undir rauðu gleri eykst ilmur þeirra mjög, t. d. jarðarber. Crassula- blónt taka þá einnig að anga þægilega, þótt venjulega séu nær ilmlaus. Er þetta sennilega að þakka hitaáhrifum rauðu geislanna, sem hafa mikla bylgjulengd. Séu ilmjurtir ræktaðar í skjóli, móti sól í þurr- um jarðvegi, svo að þær njóta sem mests hita, þá eykst greinilega angan þeirra. Veldur aukin uppgufun ilmolíanna þar miklu um, en ilmefnaframleiðslan er líka ineiri þarna. Oft er spurt: hvers vegna ilma sumar jurtir, en aðrar ekki? Þeirri spurningu verður aðeins svarað að nokkru leyti, því að margt er enn- þá á huldu um málið, eða styðst við getgátur einar. Efnafræðingar hafa rannsakað ýmsar ilmjurtir og fundið þar ilmefnasambönd margskonar. Er ekki ósennilegt, að ilmefnin séu aukaframleiðsla í jurtaverksmiðjunni. En mikilvæg eru þau ekki að síður og stuðla mjög að viðhaldi ættstofnsins. Þrjú efni eru talin ráða mestu í þess- um efnum — kolefni, vetni og súrefni, einkum eftir því, hvernig Jreim er raðað í efnasamböndunum eða hringunum. Er til óendanleg fjölbreytni í niðurröðuninni. Hugsið ykkur mislitar kúlur festar á band, bundið í hring til samanburðar. Geta náskyldar tegundir eða afbrigði haft mjög frábrugðinn ilm. Hvaða gagn er í svona mikilli fjölbreytni? Efnafræðin aðstoðar við að komast eftir. hvernig hún getur átt sér stað, en ekki hvers vegna. Litumst dálítið um meðal blómjurtanna. Við komumst þá skjólt að raun um, að flugur og fiðrildi heimsækja iðulega ilmblómin, en ekki hin ilmvana. Flest blóm ilrna mest á daginn, en sum anga samt mest, þegar rökkva tekur, t. d. kvöldstjarnan (næturfjólan), sem al-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.