Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 107
Seltjarnarnes og Kjalarnes eru staðir
þar sent viðbúið var að þær væri að
finna.
HELSTU NIÐURSTÖÐUR
Hörfunarsaga ísaldarjökulsins af
Reykjavíkursvæðinu er ekki vel þekkt
þótt reynt hafi verið að varpa ljósi á
grófustu drætti hennar (t.d. Arni
Hjartarson 1989). Með nýju aldurs-
greiningarnar að leiðarljósi má reyna
að fylla upp í nokkrar eyður þessarar
sögu.
ísaldarjöklar virðast hafa hörfað inn
fyrir núverandi strönd á Kjalarnesi og í
Hvalfjarðarmynni í hlýindum á bölling
fyrir 12-13 þúsund árum. Við sunnan-
verðan Faxaflóa hafa jöklar verið
komnir inn fyrir Seltjarnarnes. A eldra-
dryas (eða fyrri hluta alleröd) gengu
þeir nokkuð fram á ný í Hvalfirði en
á Reykjavíkursvæðinu hal'a enn ekki
fundist jarðlög eða skeljar frá þeirri
tíð. Á alleröd drógust jöklar verulega
saman og sjávarset Fossvogslaganna
myndaðist. Óvíst er hve langt jökul-
iinn hörfaði til lands en vísbendingar
eru um að hraun hafi runnið á auðri
jörð á Hengilssvæðinu og á Hellis-
heiði á þessum tíma (Snorri P. Snorra-
son 1990, Árni Hjartarson 1991 a).
Um I 1.000 BP kólnaði skyndilega
við Norður-Atlantshaf og jöklar sóttu
í sig veðrið (Dansgaard o.fl. 1989).
Skriðjökull ruddist yfir Reykjavík og
gekk út Skerjafjörð einhvern tíma eftir
10.700 BP. Sýnin frá Seltjarnarnesi
benda til að skeldýralíf hafi dafnað
þar í auðum sjó frant lil 10.200 BP.
Um það leyli náði jökullinn hámarki,
kaffærði Álftanes, Seltjarnarnes og
Viðey og hel'ur vafalítið gengið út í
Leiruvog og Kollafjörð en út á Kjalar-
nes hefur hann ekki náð. Upp í Blá-
fjöllum hlóðst Vífilsfell upp undir
jökulbungunni, sem þá var a.m.k. 700
m þykk (Árni Hjartarson 1991 a).
ísöld lauk og nútími hófst fyrir
10.000 árum. Ekki er vitað hvenær
jöklar yngra-dryas stigsins tóku að
hörfa frá ystu görðum sínum. Undan-
hald þeirra virðist hafa verið hratt en
ekki látlaust. Við og við hægðu þeir
á sér, stöldruðu við og sóttu jafnvel
fram um stund (8. mynd). Álftanes-
garðurinn er merki unt slíka frantrás,
sem og garðarnir í Kópavogi. Þessir
garðar eru frá ísaldarlokum eða upp-
hafi nútíma. Aldursgreiningar á skeljum
írá Austurströnd á Seltjarnarnesi og
Hótel Loftleiðum sýna að um 9.900
BP er Reykjavíkursvæðið autt og ís-
frítt.
ÞAKKARORÐ
Ég vil sérstaklega þakka Árnýju E.
Sveinbjörnsdóttur og Sigfúsi Johnsen
ánægjulegt samstarf við þessar rannsóknir.
Þau undirbjuggu greiningar á skeljasýnum
og mældu 8BC-hlutfall þeirra. Auk þess
höfðu þau milligöngu um greiningu þeirra
í Danmörku. Einnig þakka ég Jan Heine-
mejer og samstarfsmönnum hans við AMS
C14-aldursgreiningastofu Háskólans í Ár-
ósum. Gyða Guðmundsdóttir hrein-
teiknaði myndir og Ingibjörg Kaldal las
yfir texta. Kann ég þeim öllum alúðar-
þakkir fyrir.
HEIMILDIR
Andersen, G.J., J. Heinemeier, H.L.
Nielsen, N. Rud, M.S. Thomsen, Sigfús
J. Johnsen, Árný E. Sveinbjörnsdóttir &
Árni Hjartarson 1990. AMS 14C dating
on the Fossvogur sediments, Iceland.
Radiocarbon 31. 592-600.
Árni Hjartarson 1987. Tímatal í ísaldar-
sögu Reykjavíkur. Utdráttur úr erindum
á ráðstefnu um ísaldarlok á íslandi (fjöl-
rit). Jarfifrœðafélag lslands, Reykjavík.
Bls. 4-5.'
Árni Hjartarson 1989. The Ages of the
Fossvogur Layers and the Álftanes End-
Moraine SW-Iceland. Jökiill 39. 21-31.
Árni Hjartarson 1991 a. Vífilsfell. Áfangar
nr. 39. 16-21.
Árni Hjartarson 1991 b. A revised model of
217