Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 11
4. mynd. Sveiflur í tegundaijölda sjávardýra. Fjölbreytni dýraríkisins hefur farið vaxandi
gegnum jarðsöguna. Fimm sinnum virðast mikil bakslög hafa komið í þróunina og
fjöldauði tegunda átt sér stað. Slíkt gerðist í lok ordóvisíum-, devon-, perm-, trías- og
krítartímabilanna. Þá fækkaði fylkingum sjávardýra um 12%, 14%, 52%, 11% og 12%
í hvert sinn. Fjöldauðinn í lok perm var lang mestur. Síðan þá hefur margbreytnin aukist
hægt og hægt í átt til nútíðar þrátt fyrir tímabundin áföll eins og á mörkum krítar og
tertíers. Nú fækkar tegundum á ný en í þetta sinn er það vegna umsvifa mannskepnunnar.
(Eftir Wilson 1989.)
um er á íslandi. Möttulstrókarnir eru
aflvélar landreksins og þeir knýja
hreyfingar jarðskorpuflekanna. Court-
illot og margir fleiri hallast að því að
strókarnir verði til með þeim hætti að
heitur efnismassi taki að rísa hægt og
hægt frá neðsta hluta möttulsins. Efnið
í honum verður æ meira þunnfljótandi
eftir því sern perulaga höfuð hans
nálgast yfirborðið meira. Jarðskorpan
bungar upp, bráðnar og rifnar og
gífurlegt magn af hrauni flæðir fram.
Þessi ofsafengna eldvirkni getur staðið
öldum og árþúsundum saman og þegar
urn kyrrist eru gífurleg landflæmi
hraunum þakin, meginlandsbasalt-
skjöldur (continental flood basalt)
hefur orðið til. Möttulstrókurinn á nú
langa ævi fyrir höndurn en eldvirknin
yfir honum kemst þó aldrei í neinn
samjöfnuð við fæðingarhríðir hans.
Fyrir utan Deccan traps eru mörg
hraunasvæði talin mynduð við þessar
aðstæður (3. mynd), til dæmis við
Norður-Atlantshaf þar sem Island er
þungamiðjan. Landrek veldur því að
svæðin eru oft fjarri möttulstróknum
sem tilheyrir þeim. Strókurinn sem ól
af sér Deccan Traps basaltið er nú
undir eldfjallaeyjunni Reunion í Ind-
landshafi en á þeirn 65 milljón árum
sem liðin eru síðan hann varð til
hefur basallsvæðið rekið þúsundir kíló-
metra til norðurs.
Það er alkunna að fellirinn ntikli á
mörkum krítar og tertíers er ekki eins-
dæmi í jarðsögunni. Steingervinga-
fræðingar þekkja nokkra staði til við-
bótar í jarðlögununt þar sem svo er að
sjá sem fjölmargar tegundir þurrkist úl
í einu vetfangi. Mestu umskiptin í
dýraríkinu urðu á mörkunt perm og
5