Andvari - 01.01.1986, Side 80
78
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
arlega orðaforða. Ástæður geta verið ýmsar, ein er sú, að þau telja hann
genginn sér til húðar, lífvana. Margir guðfræðingar hafa bent á þetta atriði
og hafa talið það eina röksemd fyrir þörfmni á nýjum tengslum við skáld og
orðsmiði samtímans13). Ennfremur hafa ýmsir guðfræðingar samtímans (t.
d. Dorothee Sölle) bent á, að skáld fjalli oft um sama veruleika og guðfræð-
in en á „veraldlegan" hátt og noti önnur orð til að lýsa sömu eða svipaðri
reynslu. Það er önnur ástæða fyrir auknum tengslum.
Þriðja atriðið virðist við fyrstu sýn liggja best við að túlka sem trúarlegt.
Og mörg ljóða Snorra vísa til Biblíunnar, má þar nefna nokkur atvik úr
Nýja testamentinu, einkum guðspjöllunum og Opinberunarbókinni, sem
koma fyrir. Ur guðspjöllunum er einkum um að ræða atvik úr píslarsögu
Jesú14). Oft tengjast annað og þriðja atriðið eins og síðar kemur í ljós.
5. Nokkur Ijóð
Syndafallið — krossinn
Syndafallið skýtur upp kollinum á nokkrum stöðum (t. d. ljóðin Helgi-
myndXb) og Útlaginn ,6). En það ásamt hinum ýmsu goðsögnum, sem um það
fjalla að fornu og nýju, á sér þekkta samsvörun í ritum Platós 17). Þegar
Snorri yrkir um syndafallið eru það ákveðnir strengir, sem slegnir eru, ekki
sektin heldur lífsharmurinn, glötun hinnar hreinu upprunalegu tilvistar,
upphaf firringarinnar, óvissu lífsins. í hans augum er ekkert raunaþungt
„nema sporin burt/ frá bernskri jurt“l8). Bernskan er Snorra afar hugleikin,
hún er í vitund hans ímynd horfínnar paradísar, sem hann minnist og þrá-
ir og sem brýtur sér sífellt leið upp á yfirborðið og kannski þeim mun oftar
sem árin færast yfir. Ljóðið Minning er m. a. þessu til sönnunar. í vitund
skáldsins er það ekki firringin frá umhverfmu, öðrum mönnum og sjálfum
sér, sem skipar öndvegið heldur þvert á móti samsömunin, hin leyndar-
dómsfulla sameining. Vissulega þekkir Snorri firringuna eins og þegar er
komið fram og má benda á ljóðið Útlagannl9) í því sambandi. En sú fjarlægð
er afstæð, hún er ekki algjör, hún er ekki óyfirstíganleg heldur tímabund-
in.
Annað atriðið, hinar knýjandi spurningar skáldsins um lífið, leiðir um-
ræðuna einnig inn á svið hins trúarlega. Hér þurfa biblíuleg minni alls ekki
að vera til staðar heldur reynsla, sem snertir hið trúarlega á einn eða annan
hátt. Leið Snorra til hins trúarlega hefst í hans eigin lífsreynslu, í hans eigin
huga. Spurningin um lífið sjálft, vitundin um firringuna, þráin til „raun-
veruleikans“: allt eru það þættir, sem fléttast saman. Upphafið er því ekki
trúarfullvissa heldur spurning: efinn.
Efinn ásækir Snorra oft. Um það eru mörg Ijóð til vitnis. Ekki hvað síst
í síðustu ljóðabókinni. Ljóð eins og Loginn 20) eða Álftir2)) svo og Morituri22)