Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1955, Side 14

Andvari - 01.01.1955, Side 14
10 Páll V. G. Kolka ANDVAKI Guðmundar vaknaði hjá mörgum von um lækningu og eins hitt, að hægt væri að stemma stigu fyrir veikinni. Auk þess beitti hann sér innan Oddfellow-reglunnar fyrir því að koma upp félagsskap í því skyni að reisa hér fullkomið heilsuhæli fyrir berklasjúkl- inga. Það mál fékk góðar undirtektir, Heilsuhælisfélagið var stofnað og varð því svo vel til með fjárafla, að það varð þess megiiugt, að vísu með ríflegum styrk úr landssjóði, að reisa Vífilsstaðahæli, en Guðmundur réð staðsetningu hælisins og víst flestu um undirbúning þess. Gekk bygging þessa mikla húss svo vel, með þeim ófullkomna útbúnaði, sem þá var kostur á, að bygging þess var hafin sumarið 1909, en það gat tekið til starfa haustið 1910. Á biðstofu sinni hafði Guðmundur margar stækk- aðar myndir af framkvæmd þessa verks og mun það hafa verið óskabarn hans, a. m. k. um alllangt skeið, en í raun og veru mun hvert það mál, sem hann barðist fyrir, hafa verið óskabarn hans um sinn. Ekki vildi hann þó hafa Norðlendinga út undan með heilsuhæli, því að þegar það sýndi sig, að Vífilsstaðahælið var of lítið, lagði hann sig einnig fram um að koma upp hæli norðanlands og var í byggingarnefnd Kristneshælis. Árið 1919 var skipuð milliþinganefnd sú, er undirbjó berkla- varnarlöggjöfina, en þar var gert ráð fyrir sérstökum berklavarna- stjóra og var það þá ætlun Guðmundar að sleppa landlæknis- embættinu og taka að sér þá stöðu, til þess að helga síðustu ár sín, eins og hann komst að orði, baráttunni gegn berklaveikinni. Fann hann og þá krafta sína vera fama að bila nokkuð, enda þótt hann væri tæpt sextugur. Af sparnaðarástæðum felldi Alþingi niður stofnun embættis berklavarnastjóra, sem ekki var lögleitt fyrr en allmörgum árum síðar, eftir að margföldum launum þess hafði verið eytt árlega vegna skorts á nauðsynlegu eftirliti með framkvæmd laganna. Bæði í holdsveikimálinu og berklavamamálinu hafði Guð- mundur almenningsálitið með sér og hann var þannig gerður, að hann naut þess að vera í fararbroddi með hollar og hrifnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.