Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1955, Side 43

Andvari - 01.01.1955, Side 43
andvabi Magnús Gizurarson Skálholtsbiskup 39 kirkju Pétri postula. Draummaðurinn Jón Loptsson, höfðingi Oddaverja, vitrast nú höfðingja Haukdæla, Þorvaldi Gizurarsyni, og gefur honum til kynna, að vandinn um val eftirmanns Odda- verjans Páls biskups hvíli nú á honum. Líklega hefur þetta verið á meðal þeirra ,,hluta“, sem biskupinn mælti „fyrir þeim“ Þor- valdi og Magnúsi, eftir vilja sínum. En frá því skýrir söguritar- inn beint, að Ketill prestur Hermundarson, sem verið hafði þjón- ustumaður Páls biskups fyrir andlát hans, „varðveitti at staðn- um kór ok kennimenn" einnig eftir fráfall biskupsins. En þetta þýðir, að Ketill prestur varð andlegur forráðamaður dómkirkjunnar og kom í biskupsstað að þessu leyti fyrst um sinn eða svo lengi biskupslaust var. Hér virðist vera átt við sama vald og Arnór Tuma- son bauð Guðmundi biskupi Arasyni til sátta vorið 1211, er hann hafði verið rekinn frá Llólum, en vildi, ,,að Guðmundur biskup færi ekki á staðinn, svo að hann stýrði fleira en kirkju og tíðum“ (Bps. I. 502). Þetta boð þekktist Guðmundur biskup ekki. — Sumarið 1212, eflaust á alþingi, var valinn til biskups Teit- ur, sjöundi maður í beinan karllegg frá Agli Skallagrímssyni, sonur Bersa Halldórssonar og Halldóru, dóttur Gizurar Halls- sonar. Annars brestur heimildir um fortíð þessa biskupsefnis, en sjálfsagt hefur hann verið lærður í Skálholti hjá þeim Þorláki og Páli biskupum og sennilega einnig utanlands. Af einhverjum ástæðum fór hann ekki utan samsumars til vígslu heldur sumarið 1213 og Þorvaldur móðurbróðir hans með honum. Þá tók og Magnús Gizurarson við forráðum í Skálholti. Hversvegna hann var ekki kjörinn biskup í þetta sinn, heldur þessi systursonur hans, verður ekki vitað með vissu. Sennilega er samt ástæðan sú, að Magnús hefur skorazt undan kosningu. Má ganga að því vísu, að Guðmundur biskup hefði, eins og málum var háttað 1212, skoðað það sem beinan fjandskap við sig, ef þessi fomi keppi- nautur hans, móðurbróðir Kolbeins Tumasonar, hefði verið val- inn biskup. Þá er og líklegt, að Páll biskup hafi látið það uppi við vini sína fyrir andlát sitt, að þeir styddu eftir því sem verða mætti að friði og sáttum. í sögu Páls biskups er því greinilega lýst,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.