Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1955, Page 46

Andvari - 01.01.1955, Page 46
42 Björn Þórðarson ANDVARI Það var í fjárplógsmáli, sem Snorri Sturluson og Magnús alls- herjargoði Guðmundarson voru aðilar að. Arið áður hafði lent í svo miklum harka á milli þeirra af litlu tilefni, að við lá að allur þingheimur berðist, en Þorvaldur Gizurarson gekk á mill- um og fékk komið á griðum, og lauk málinu með sættargerð Sæmundar í Odda, sem Snorra líkaði illa. Svo bar það við, að Jórunn auðga, sem bjó að Gufunesi og var í þingi með Magnúsi goða, andaðist og átti engan erfingja ,,þann er skil væri at“. Segir í Sturlungu, að Magnús hafi ætlað sér fé hennar en skipta frændum hennar til handa slíkt, er honum svndist. Þegar Snorri spurði þetta, sendi hann mann suður á nes, er hafði þar uppi á strák að nafni Koðrán, sem Snorri kallaði erfingja Jórunnar, og tók sjálfur fémál þetta af Koðráni og stefndi Magnúsi goða skóggangsstefnu til Þverárþings, og var Magnús dæmdur þar vorið 1217 sekur skógarmaður. Síðan fjölmenntu hvorir tveggja til alþingis. Snorri kom þar með sex hundruð (720) manna og voru þar átta tigir Austmanna í flokki hans alskjaldaðir. Dylgjur miklar voru um þingið. Nú skarst Magnús biskup í leikinn og fékk sáttum á komið á þann veg, að mönnum þótti Snorri hafa virðing af málum þessum (Sturl. I. 268—269). Magnús Guð- mundarson var 19 árum síðar kjörinn til biskups í Skálholti, sennilega með atkvæði Snorra þá. Guðmundur biskup fór til Hóla, er hann kom út aftur 1218, en dvöl hans þar varð skammvinn, því að Amór Tumason tók hann nauðugan af staðnum og hélt honum í ströngu varðhaldi í Ási næsta vetur. Nú segir svo í Guðmundar sögu Amgríms ábóta: Sakir þess að Magnúsi biskupi var boðið af herra erki- biskupi að leggja gott til, ríður hann sunnan um vorið og norður um land. Er Arnór fréttir það, dregur hann saman frændur og vini og fjölmenni. Er Magnús biskup kemur í Skagafjörð, „rýmir Arnór svo mikið gang biskupsins (Guðmundar), að hann skal sjá mega Magnús". Eru þá upplesin bréf erkibiskups um skipan mála milli Guðmundar biskups og hans mótstöðumanna; ,,en síðan Arnóri sýnist nokkuð strítt á lagt, fær hann í fylgi og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.