Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1955, Page 47

Andvari - 01.01.1955, Page 47
ANDVARI Magnús Gizurarson Skálholtsbiskup 43 leiðir með sér vin sinn Þorvald Gizurarson, bróður Magnúss biskups; virðist þá Guðmundi biskupi, að Magnús biskup víki eigi minna eptir bróður sínunr en boði erkibiskups, og því vill hann hvergi af ganga þeirri skipan, sem gjör var, hvórt þess biður Magnús biskup eða aðrir menn. Skilja þeir svo, að sátt verður engi. Kennir Arnór það allt þrályndi biskups, að hann hvorki vill hlýða erkibiskupi né góðra manna tillögum, og efli svo ófrið með óróa, að menn fái aldrei náðir, því skal hann aftur í stofu sína“ (Bps. II. 106—107). Ríður Magnús biskup aftur suður í sýslu sína. Þannig segist Arngrími ábóta frá þessum fundi biskup- anna, en hans er ekki getið í elztu sögu Guðmundar og ekki í Sturlungu. I annálum er getið norðurfarar Magnúsar biskups 1219, en þess ekki getið í hvaða erindum hann fór eða að boði erkibiskups. Hér verður ekki rakinn ferill Guðmundar biskups næstu árin, en þess aðeins getið, að síðla sumars 1220 flýði hann suður Sprengisand og til Odda. Tók Sæmundur honum vel, og þar dvaldist Guðmundur biskup með sveit rnanna fram á næsta sumar og fór þá þaðan vestur um land án viðkomu í Skálholti, því að þess hefði verið getið, ef hann hefði heimsótt embættis- bróður sinn. Aftur á móti er það í frásögur fært, að annar merkismaður gisti í Skálholti þetta sumar við 12. mann. Það var Snorri Sturlu- son, sem konr út í Vestmannaeyjum, hlaðinn sæmdum af hálfu Noregshöfðingja. Mun hann eigi hafa gist hjá Sæmundi í Odda fósturbróður sínum í þetta sinn. Ýfðust Sunnlendingar mjög við Snorra nú, og þó mest tengdamenn Orms Jónssonar Lopts- sonar, sem Austnrenn höfðu drepið í Vestmannaeyjum til hefnda fyrir fjárupptöku, sem Sæmundur í Odda hafði látið fara fram hjá kaupmönnum á Eyrum vegna dauða Páls sonar hans í Noregi. Er Snorri var kominn í Skálholt, kom þar með flokk manna Björn Þorvaldsson Gizurarsonar, sem átti Hallveigu dótt- ur Orms. Bjöm gekk í berhögg við Snorra og spurði hann, hvort hann ætlaði að sitja fyrir sæmdum þeirra um eftirmál Orms, en því neitaði Snorri. Björn lét ekki sannfærast og hafði i heit-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.