Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 52

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 52
48 Björn Þórðarson ANDVARI Þá skrifaði erkibiskup önnur bréf til Sturlunga og boðar þeim biskupslega án allrar vægðar, hversu í hávan helvítispytt þeir steyptust fyrir þá glæpi og guðs reiðis verk, er þeir hlóðu sér með ódæmilegri dirfð í Grímseyjarför, og býður þeim undir bruna bannsins, að þeir sæki til Niðaróss og snúi sér til sættar við guð og sinn formann Guðmund biskup (Bps. II. 126). Sögur og annálar eru sammála um það, að sumarið 1226 hafi Guðmundur biskup komið út í Hrútafirði og farið lieim til stóls síns að Hólum. í fylgd með Guðmundi biskupi í þetta sinn var maður, sem nefndur er Rita-Björn, og annálamir segja, að þeir hafi komið út með bréfum Péturs erkibiskups. Ennfremur segja þeir: Embætti tekið af Magnúsi biskupi og honum utan stefnt af Pétri erkibiskupi, svo og Þorvaldi Gizurarsyni, Sig- hvati Sturlusyni og Sturlu syni hans. Þá er rétt að hyggja nánara að fyrrnefndum fylgdarmanni Guðmundar biskups, sem hefur verið sendimaður erkibiskups hingað. Björn var íslenzkur nraður, norðlenzkur, og var í uppvexti sínum hjá Brandi biskupi Sæmundarsyni. Síðan var hann um skeið í þjónustu Páls biskups Jónssonar. Hann var í för með Herdísi biskupsfrú austan frá Skarði á Landi, þegar hún 17. maí 1207 drukknaði í Þjórsá ásamt Höllu dóttur sinni og Guð- rúnu bróðurdóttur sinni. Elann var sendimaður Páls biskups eftir fall Kolbeins Tumasonar á fund Guðmundar biskups til þess að ráða honum til að fara vægilega og með gætni gegn óvinum sínum, eins og áður 'er vikið að. I Pálssögu segir um Björn: Hann var norðlenzkur prestur, „lítill maður vexti, en þó vitur og vel lærður og fóstri Brands biskups; hann fór utan síðan“ (Bps. I. 140). I Konungsannál við árið 1226 er hann kallaður „munkur", en árið 1232 var bróðir Björn vígður til ábóta í Niðarhólmi. Hann kemur mikið við bréfagerðir og sendiferðir fyrir Hákon konung og Skúla jarl er viðsjár hófust milli þeirra, en frá því segir í Hákonarsögu Sturlu Þórðarsonar og skal það ekki rakið hér. En hann virðist ekki hafa verið frábitinn því að reyna að þjóna tveimur herrum, og frá þeim tíma stafar eflaust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.