Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Síða 60

Andvari - 01.01.1955, Síða 60
56 Björn Þórðarson ANDVARI þá hafa verið farin að bila. En vegna þess, að Sigurður erkibiskup kom ekki til stóls síns fyrr en um haustið sama ár, hefur heimför Magnúsar biskups tafizt, enda stefndi erkibiskup til biskupaþings sumarið 1232 og að því loknu hefur Magnús biskup farið út. Magnús biskup kom út að Gásum haustið 1232 og flutti bréf erkibiskups um utanstefnu feðganna Sighvats og Sturlu. En vegna þess, að Sturlunga segir og einn annáll, að Magnús biskup hafi einnig haft meðferðis bréf erkibiskups um afsetning Guðmundar biskups frá embætti, og merkustu fræðimenn hafa haft þetta fyrir satt, er rétt að víkja nánara að þessu atriði. Er Guðmundur biskup eftir dvöl sína í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði veturinn 1231—32 kom til Viðvíkur í Skagafirði á skír- dag 1232, var þar fyrir Kolbeinn ungi með mikinn flokk og rekur allt lið frá biskupi nema tvo klerka. „Kolbeinn lét biskup fara heim til Hóla, og er hann þá tekinn í varðhald með því móti, að hann var í einni stofu og klerkamir hjá honum; þar svaf hann og þar mataðist hann, og þar söng hann allar tíðir nema lágasöng. Engu réð hann nema þeim félögum, og engum manni mátti hann ölmusu gera af líkamlegri eign, heldur var hann haldinn sem einn arfsalsmaður; leið svo fram til þess er Magnús biskup kom út að Gásum, með bréfum þehn, er erlii- biskwp sendi þeim mönnum, er Guðmundi biskupi bægðu eða buðu af embætti sínu eður honum vildu þröngva'. Þannig segist Guðmundar sögu elztu frá (Bps. L 550). I Sturlungu segir frá þessu alveg á sömu leið, nema í stað hinna skáletruðu orða hér stendur þar: „Sigurðar erkibiskups, þeim er Guðmundi biskupi buðu af embætti sínu' (Sturl. I. 337). Hér skýtur nokkuð skökku við frásögn Guðmundarsögu um efni þeirra bréfa er Magnús biskup flutti. En síðan er samhljóða frásögn í báðum þessum sögum um það, að þetta haust hafi komið út bréf erkibiskups, þar sem mælt var harðlega til þeirra Sighvats og Sturlu um Gríms- eyjarför og annan mótgang við Guðmund biskup, þeim báðum utan stefnt en það orðið að ráði, að Sturla færi fyrir báða (Bps. I. 554, Sturl. I. 360). Ekki minnzt á afsetningu eða utanstefnu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.