Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1955, Side 70

Andvari - 01.01.1955, Side 70
66 Þórir Þórðarson ANDVARI síðan lífverur þær, sem línið er gert úr, dóu, eru liðin 1917 ár, plús eða mínus 200 ár. Þ. e. a. s. línið er þá frá því um það bil 33 e. Kr. eða frá tímabilinu 168 f. Kr. til 233 e. Kr. Þessi aðferð dr. Libby staðfesti gildi þeirra aðferða, er forn- leifafræðingar hafa notað til ákvörðunar á aldri fornra minja. Þær skáru til lulls úr því, að handritin væru forn. Hinum merka bandritafundi árið 1947 bættust nú aðrir enn meiri að vöxtum. I ársbyrjun 1952 héldu tveir fornleifafræðingar, er starfa í Palestínu, þeir Mr. Lancaster Harding og P. de Vaux, til Wadi Murabba’at, sem er gil, Wadi, 18 km. fyrir sunnan Qumran og 25 km. í suðaustur af Jerúsalem. Þeim hafði borizt njósn af því, að hirðingjar hefðu fundið einhverjar minjar i hellum þessum. Þeir rannsökuðu fjóra hella. I þeim hafa menn búið. Það fundust leifar frá því áður en sögur hófust og frá ýmsurn öldum, allt lram til járnaldar. En rnest var þar af minjum lrá 1. og 2. öld e. Kr., bæði handritum, leirkerjum og öðrum áhöldum. Þeir fundu einnig peninga frá tímum Agrippu I, 41—44 e. Kr. og allt aftur til annarrar Gyðingauppreisnarinnar gegn Hadrian, 132—135 e. Kr. Meðal þeirra handrita og handritabrota, er þarna fundust, voru hjúskaparsáttnráli og brot af biblíuhand- ritum. Merkust alls þess, sem þarna fannst, voru nokkur hebresk skjöl frá tímum annarrar Gyðingauppreisnarinnar. Hér er um að ræða bréf og skjöl, sem koma við sögu uppreisnarinnar, og getur þar Símonar Bar Kokiba uppreisnarleiðtoga. Nafn hans, Bar Kokiba, þýðir stjömusonur. Hann er einnig þekktur undir hinu afbakaða nafni Bar Kozeba, sem þýðir svikasonur. Þar fundust tvö bréf frá Símoni þessum til eins af herforingjum hans, Jeshua ben Galgola. Það þykir ekki leika á tveim tungum, að hellarnir hafi verið notaðir sem höfuðbækistöðvar Jeshua ben Galgola. Það sem merkast er um þessa fundi í Murabba’at, sem við- kemur Qumran-handritunum, eru þær upplýsingar, sem þeir veita um rithönd og stafagerð þessa tíma, miðbiks annarrar aldarinnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.