Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1955, Page 93

Andvari - 01.01.1955, Page 93
andvari Lesmál kringum Kantaraborg 89 XI. Engin ástæða er til efasemda um það, að tuttugu og tvö hafi sár Þorgils skarða verið og að Jón usti veiti honurn seinasta áverkann. En það fær ekki staðizt, að Þorvarður Þórarinsson hafi næst síðastur manna borið vopn á Þorgils. Þorvarður var afar- menni til vopna sinna. Og þegar hér var komið, gat hann vissu- lega unnið „ógrunsamlega" á Þorgilsi án aðstoðar Jóns usta. Þar sem Jón er látinn leika hlutverk riddarans, sem hjó krúnuna af Tómasi erkibiskupi, liggur beint við, að söguhöfundur hafi af ráðnum hug skipað Þorvarði sess við hliðina á Ranúlfi frá Broch. Hann var sagður hafa veitt erkibiskupinum dánum næst síðasta sárið með sverðslagi eins og Þorvarður Þorgilsi. Og auðvitað full- komnar það samlíkinguna, að í báðum tilfellum eiga andvana líkamar að verða fyrir sverðstungunum. Fara má nærri um það, að „óvinur friðarins", Ranúlfur frá Broch, hafi orðið Þorv'arði minnisstæður, eftir að hann las þetta Htra níð um sig. Öll Sturlungufrásögnin af „píslarvætti" Þorgils skarða hefur hlotið að verða Þon'arði óafmáanleg í minni og vafalaust valdið honum sálrænum þjáningum. Svo rækilega hefur níðritaranum, sem skrifaði Þorgilssögu, tekizt að svívirða minningu Þorvarðs, að ennþá kallast hann stundum níðingur í ritum manna. Birtist þó skýrt höfuðtilgangur höfundar Þorgils- sögu, er hann segir í málsgreininni um líkskoðunina að Hrafna- gili: „Veittist Þorgilsi það, að hann hafði þvílíkt sár, sem sagt var um kveldið, að hinn heilagi Tórnas erkibiskup hafði særður verið í kirkjunni í Cantia". Áróður fyrir helgitrú á Þorgilsi er hér berlega rekinn. Og fyrst og fremst er hann byggður á því, hversu svívirðilega Þon'arði eigi að hafa farizt við hinn göfug- lynda Þorgils. Frá sjónarmiði söguhöfundar séð hefur það verið mjög áríð- andi, að gera alla framkomu Þorvarðs við Þorgils sem hrakleg- asta. Einkum skipti þó meðferðin á líkinu mildu máli í helgitrúar- aróðrinum. Hér var auðveldast að koma við samlíkingum á milli Þorgils og hins helga Tómasar í Kantarahorg. Og það er ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.