Andvari - 01.01.1944, Side 12
8
Eirikur Albertsson
ANDVARI
ist þetta. Er því meiri ástæða til þess, þar sem dr. Jón gerðist
síðar mikill guðfræðingur og að ýmissa dómi allstórbrotinn.
Fyrst sneri hann sér að heimspekilegu forspjallsvísindunum
og undirbúningi að prófi í hebresku. Kennarar í forspjallsvis-
indum voru Harald Höffding og Kroman. Valdi hann sér Höff-
ding að kennara, en lætur lítið yfir áhuga sínuin og.ástundun
á forspjallsvísindunum. En með því meiri ákafa sneri hann sér
að hebreskunáminu. Þar var kennari Van Mehren. Virðist dr.
Jón hafa verið lítt hugfanginn af kennslu hans, enda keyptu
guðfræðinemar sér aukakennslu í hebresku. Var hebreskan
eina námsgreinin, þar sem dr. Jón keypti sér aukakennslu.
Lauk hann prófi í hehresku 27. janúar 1887 með 1. einkunn
(admissus cum laude). Samhliða hebreskunáminu hlustaði
hann á guðfræðifyrirlestra, einkum hjá Peder Madsen. Seinna
missirið var að mestu helgað forspjallsvísindunum. í júní-
mánuði um vorið tók hann próf hjá Höffding í heimspeki og
hlaut 1. einkunn. Lýkur hann miklu lofsorði á Höffding og
segir að lyktum: „Elskaði ég það ljúfmenni ætíð síðan.1'1)
Dr. Peder Madsen var sá af guðfræðikennurunum, sem mest
orð fór af. En hann var hvort tveggja í senn mjög íhaldssam-
ur og strangrétttrúaður. Aðal kennslugrein hans í háskólanuin
var trúfræði.
Sem dæmi um íhaldssemi hans er ekki ófróðlegt að geta
þess, að þegar dr. Jón sótti hann heim til þess að kveðja hann,
áður en hann hyrfi heim til íslands að afloknu prófi, þá spyr
dr. Jón hann, hvaða trúfræðirit hann teldi sér lielzt gagnlegt
að lesa til frekari framfara í trúfræðinni. Tók dr. Madsen þá
stiga og teygði sig hátt upp í bókaskápinn og tók þar ofan
gamlan doðrant, sem hann rétti dr. Jóni og hvatti hann til að
þaullesa, þegar hann kæmi út til íslands. Doðrant þessi var
trúfræði á latínu, „Examen theologicum acromaticum“ eftir
Davíð Hollaz, prentuð í Leipzig 1707. En Hollaz var einn hinna
áköfustu strangtrúarmanna 17. aldar. Um innblástur ritningar-
innar sagði hann: „Omnia et singula verba, qua in codice leg-
1) Dr. Jón Helgason: Það, sem á dagana dreif.