Andvari - 01.01.1944, Page 14
10
Eiríkur Albcrtsson
ANDVARI
„Tók ég mér á þessuin árum nokkúrn tíma lil að kynnast
öðrum bókmenntum en beint guðfræðilegum, enda var sízt van-
þörf á slíku, svo lélegan grundvöll sem skólaveran heima hafði
lagt í sálu minni hvað snerti fagurfræðileg efni."1) Þá iðkaði
hann og dráttlist í tómstundum sínum. Vandi hann komur
sínar á myndasöfn horgarinnar. Einkum þótti honum mikils-
vert að koma á málverkasýningu þá, sem á hverju vori var
haldin í Charlottenhorg. Keypti hann því árlega aðgöngumiða,
er gilti jafnlengi og sýningin var opin, og dvaldist þar nokkra
stund á degi hverjum. Þann veg vaknaði með honnm löngun
til þess að fá tilsögn í dráttlist hjá góðnm kennara, og þar
kom, að hann lceypti sér tilsögn hjá norskum málara ungum,
er seinna fékk á sig mikið listamannsorð, Louis Moe að nafni.
Stundaði dr. Jón nám hjá honum þriðja og fjórða vetur sinn
í Kaupmannahöfn, fjórar stundir á viku. Var Louis Moe hinn
ágætasti kennari. Og vafalaust hefur dr. Jón stundað nám þetta
af mikilli kostgæfni, enda var hann ágætur dráttlistarmaður
og málaði mikið, „sér til skemmtunar“, likt og Churchill.2)
En þótt hann legði nokkra stund á fagrar listir hefur hann
þó sótt guðfræðinámið af kappi. Prófi í kirkjufeðrafræði
lauk hann í júnímánuði 1889 og emhættisprófi i guðfræði 20.
júní 1892 með 1. einkunn. Mun honum þá hafa hlegið liugur
i brjósti, enda fer hann svofelldum orðum þar um: „Aldrci
á ævi minni hef ég vitað mig hafa vaknað léttari og glaðari í
skapi en morguninn eftir þennan mikla orustudag, sem var 26.
afmælisdagur minn. Og líklega hefur mér aldrei fundizt heim-
nrinn jafnbroshýr á hrá og þennan dag. Ég hafði nú náð því,
sem ég í sex undangengin ár hafði verið að keppa að og jafn-
vel náð þvi með meiri heiðri en ég hafði dirfzt að gera raér
vonir um í fullri alvöru."1)
Að loknu embæltisprófi heldur dr. Jón heim í föðurgarð.
Faðir hans, Helgi Hálfdanarson leclor, var þá farinn að heilsu,
svo að honum veittist mjög erfitt að gegna emhætli sínu. Veitti
1) Dr. Jón Helgason: I>að, sem á dagana dreif.
2) Úrvalsgreinar, Hvik 1932: W. S. Churchill: Að mála sér til skeinmt-
unar.