Andvari - 01.01.1944, Síða 24
20
Eiríkur Albcrtsson
ANDVAUI
ár tvær ritgerðir eftir mig: Mósebækurnar í Ijósi hinna biblíu-
legu rannsókna (1900) og Hvernig gamla testamentið er orðið
til (1901).“!)
I greinunum „Þversagnir og missögli í heilagri ritningu“ og
„Innblástur heilagrar ritningar“ kannast hann hiklaust við, að
missagnir sé í biblíunni og að hún sé því „ekki guðs orð ein-
göngu, þótt hún innihaldi guðs orð“ og þar sé „fingraför rnann-
legs breyskleika og ófullkomleika". Það, sem kristnir menn
reiði sig á í ritningunni, sé ekki sögulegar frásagnir um sköpun
heimsins á sex dögum, né uppruna ísraelslýðs, né daga dóin-
aranna, né konunganna, heldur það eitt, „sem lýtur að frelsis-
ráðstöfunum guðs, syndugum mönnum til sáluhjálpar". í kafl-
anum um innblásturinn segist hann „einskorða“ þetta hugtak
við „hinn sáluhjálplega sannleika í ritningunni“ og gerir þess
grein, hvílík fjarstæða það sé að ætla, að hinir helgu höfundar
hafi verið óskeikulir í öllum öðrum efnum. Því að jafnvel þótt
gert væri ráð fyrir fullkomnum innblæstri, gæti höfundunuin
þrátt fyrir það skjátlazt i ýmsu, er snertir þessaheimsleg efni,
náttúrufræðileg, sögufræðileg, landfræðileg efni o. s. frv. Hann
tekur fram, að ritningin kenni hvergi innblástur, sem nái út
yfir allt. Játningarritin segi ekkert um ,,víðtæki“ eða eðli inn-
blástursins, játi aðeins, að hann eigi sér stað. Kenningin um,
að öll ritningin sé innblásin orði til orðs sé l'rá 17. öld. En þá
hafi menn tileinkað sér innblásturshugmynd Gyðinga, eins og
hún varð til á tímanum eflir herleiðinguna. „Hún er“, segi]'
hann, „frá upphafi vega sinna ósönn, þar sem hún blandar sain-
an ritningunni og opinberuninni, eða lætur ritningu og opin-
berun vera eitt og hið sama.“ „Henni er hafnað“, segir hann
enn fremur, „af hér um bil öllum guðfræðingum og guðfræði-
legum stefnum innan lúthersku kirkjunnar. Mér vitanlega eru
það ekki aðrir en hin svo kallaða Missouri-synoda i Vestur-
heimi, sem viðurkenna hana, en það stendur aftur í sambandi
við, að þessi kirkjuflokkur hefur í öllum greinum rígbundið
1) Dr. Jón Helgason: Það, sem á dagana dreif.