Andvari - 01.01.1944, Page 25
andvari
Dr. theol. Jón biskup Helgason
21
sig við kristindóms- og guðfræðiskoðun 17. aldar guðfræðing-
anna yfir höfuð.“
Upp úr þessu fór að hvessa á hinuin guðfræðilega vettvangi
Islendinga beggja megin hafsins. Mörg andmæli komu fram, en
aðalsvarið átti að vera fyrirlestur, sem fluttur var á kirkju-
þingi vestra 1899 af séra Birni B. Jónssyni og nefndist: „Guð-
legur innblástur heilagrar ritningar". Birtist sá fyrirlestur á
Prenti, og er þar haldið fram fullkomnum (plenary) innblæstri
°g talin hin eina rétta innblásturskenning. Eru þar miklar full-
yrðingar og fátt skorið við neglur.1)
Eins og fyrr segir, kom út aldamótaárið 1900 ritgerð dr. Jóns
Helgasonar: „Mósebækurnar í ljósi hinna vísindalegu biblíu-
rannsókna". Þar er rækilega sýnt fram á, að Móse geti ekki
verið höfundur Mósebókanna, að fimmbókaritið sé „samsteypa
Uögurra aðalheimildarrita frá ýmsum tímum og eftir ýmsa höf-
l,nda, sem hver um sig fylgi ákveðinni stefnu“, að INlósebæk-
urnar sé teknar saman í þeirri mynd, sem vér eigum þær nú,
austur í Babylon á timabilinu frá 500—458 f. Kr. Séra Jón
^jarnason, er var mestur andans maður andstæðinga dr. Jóns,
sér þessa grein vel líka og að sjálfsagt hafi verið að koma
lt'ani með þelta mikilsvarðandi mál á þessum tíma, þar sem það
Se nú brennandi umræðuefni um öll Norðurlönd.2) En árið
e^tr, þegar dr. Jón hafði birt grein sína: „Hvernig gamla testa-
nientið er til orðið“, komust andmælin í algleyming, einkum
vestan hafs.3) Og í fyrirlestri, er séra Jón Bjarnason flutti á
lúrkjuþingi 1901 og hann nefndi: „Þrándur í götu“,4) þar sem
]ió fremur hófsamlega er um þetta rætt, er dr. Jóni Helgasyni
iiorið á brýn, að hann geri kenningu bihlíurannsóknanna að
Serkreddu. En ákaflega mikillar þröngsýni gætti yfirleitt í þess-
11111 fyrirlestri. Öllum þessum stormi og moldviðri tók dr. Jón
U Aldamót. 9. ár 1899. bls. 41—71.
Aldamót X. 1900.
'*1 s,)r- Sameininguna, jan. og marz 1901.
U Aldamót XI. 1901, bls. 10—54.