Andvari - 01.01.1944, Side 99
ANDVARI
Framtið sjávarútvegsins
95
vitagjöldum. Síðar mætti þá bæta ríkissjóði það, er góðum
árangri er þegar náð, þ. e. þegar lokið er smið allra þeirra vita,
sem í vitalögunum eru taldir. En þegar það loks komst í lög, að
vitagjaldið skyldi ganga óskert lil vitanna, skall styrjöldin á
og gerði ókleift að fá nema að litlu leyti ]iað, sem til vitagerðar
þarf. En samkvæmt vitalögunum er þó allgóð skipun komin á
þessi mál, og verður eflaust þegar að stríðinu loknu gert veru-
legt átak lil þess að koma upp öruggum leiðarmerkjum um-
hverfis landið. En þvi má ekki gleyma, að allt of mikið er enn
<’>gert á þessu sviði, því að enn þá eru óreistir 30—40 vitar af
þeim, sem reisa á samkv. núgildandi vitalögum.
Hafnir.
Með tilliti lil þeirra staðreynda, að meginhluti þess, sem þarf
lil rekstrar ríkisbúskapnum og þjóðarbúskapnum, er sótl á
fiskimiðin, verður í framtíðinni að leggja mikla áherzlu á hafn-
argerðir og að sjálfsögðu að miða hafnargerðir og lendingar-
bætur að mestu leyti við fiskveiðar.
Á þessum málum er engin föst skipun nú, og ríkir hinn mesti
glundroði, sem hvorki ríkisstjórn né vitamálastjóri ráða við.
Sú skoðun er enn nokkuð ríkjandi, að hafnir sé og eigi að vera
fyrst og fremst verzlunarhafnir og að fullkomnastar verði hafn-
ir að vera, þar sem miklar sveitabyggðir liggja að, en án til-
lits til þess, hvort höfnin liggur við hið „dauða haf“ eða við
auðug fiskimið. Hvað í framkvæmd kemst, er komið mjög undir
‘hignaði þess alþingismanns, sem hlut á að máli. Því hafa skæð-
:>r tungur sagt, að hafnirnar væri kósningahafnir eða lendingar-
hætur fyrir þá, sem stunduðu kjósendaveiðar á þeim miðum.
En hvað sem um þetta er, þá verður að komast föst skipun
á þessi mál. Það verður að setja almenn lög um hafnargerðir
<>g lendingarbætur. Það verður að skipuleggja hafuakerfið eins
°g vitakerfið. Allar hafnir og lendingarbætur að ákvarðast og
Hokkast i lögunum sjálfum miðað við fiskveiðar og flutninga-
þörf. Siðan sé ákveðnum sérfróðum mönnum, með vitamála-
stjóra sem formann, falið að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar
það, hvað gert skuli hvert ár. Hver höfn og hver lendingar-