Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 102
98
Sigurður Kristjánsson
ANDVA.HI
Aí' ölhnn útfluttum sjávarafurðum s. 1. ár var ísvarinn fiskur
52,7% að verðmæti, en 70% að magni. Þessi fiskur er fluttur út
alveg eins og hann keinur úr sjónum, aðeins tekin úr honum
innyflin. Hinn hluti aflans er þó langt frá því að vera full-
unninn lil neyzlu, þegar hann er fluttur út.
Fyrir styrjöldina var hér mikið atvinnuleysi, en útflutnings-
verðmæti svo lítil, að gjaldeyrisskortur var stærsta þjóðarbölið.
Styrjaldarárin hefur aftur verið hér hin mesta fólksekla, því
að vér höfum sell hinum erlendu herjum vinnuafl fyrir tugi
eða jafnvel hundruð milljóna króna. Þetta vinnuafl, sem vér nú
u.m stund höfum selt beint til útlanda, eigum vér að halda
áfram að selja, en framvegis á það að flytjast út í fullunnum
íslenzkuin framleiðsluvörum.
Það á að vera markinið Islendinga að láta ekki aðrar þjóðir
umskapa 1'ra.mleiðslu þeirra, heldur að margfalda hana í verði
með eigin vinnu. Þeir eiga að kappkosta að skila kaupandan-
um hverjum hlut, sem út er fluttur, fullunnum til notkunar.
A þennan hátt má stórauka verðmæti útflutningsins með sömu
aflabrögðuin sem áður.
Vel má vera, að hin stærri veiðiskip verði framvegis búin
tækjuni lil þess að umskapa aflann og hagnýta allt, svo að
enginn úrgangur fari til spillis. Hugsanlegt er líka, að alger
verkaskipting verði í framtíðinni milli fiskiskipa og flutninga-
skipa. En vist er það, að afla ailra sinærri skipanna verður að
vinna í landinu. Verða það niðursuðuverksmiðjur, lýsisherzla
og vinnsla úr öllum úrgangi, er fyrst kemur lil viðbótar þeirri
vinnslu, er nú á sér stað. Þessi aukna vinnsla, jafnhliða því að
fiskiflotinn stækkar og veiðitími lengist, mun í framtiðinni
margfalda útflutningsverðmætin, að sönnu ekki miðað við stvrj-
aldarverð, heldur við heilbrigt verð.
Markaðir.
Vér íslendingar þurfuin að flytja meginhluta framleiðslu
vorrar á erlenda markaði og kaupa af öðrum þjóðum mein
hluta alls þess, er vér þurfum til lífsframfæris. Svo einhæf er
framleiðsla íslendinga. Þessi mikla utanrikisverzlun olli :,1-