Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 10
2
Þórhallur biskup Bjarnarson.
lAnclvari*
meðan hann lifði við rausn mikla, virðingu og vin-
sæld af almenningi.
Fagurt er í Laufási. Ásinn fyrir ofan allhár og
brattur, en fyrir neðan undirlendi vítt og grösugt.
Fellur þar Fnjóská til sjávar, og kvíslast mjög í
vöxtum á vorin, en í hólmunum á milli krökt af
öndum og æðarfugli. Eyjafjörður blasir við og fagur
fjallahringur.
Hjer er E’órhallur í heiminn borinn 2. des. 1855,
og hjer drakk hann í sig óafvitandi í uppvextinum
ást á islenzkri náttúru, dauðri og lifandi. og batt við
hana aldurtrygðir. »Mjer finst enn«, segir hann á
sextugs aldri, »að vatnið í Fnjóská sje ólíkt öllu
öðru vatni«. Og sárt gat hann vorkent kaupstaðar-
börnunum, sem ekkert hafa að segja af hreiðrunum
nje lömbunum á vorin. Sjálfur dafnaði hann fljótt og
vel i þeim fjelagsskap. Nóg var lika til skemtunar
inni, þegar vetra tók. Faðir hans var vitur maður
og skáld, víðlesinn í íslenzkum bókmentum, fornum
og nýjum, hugfanginn mjög af fegurð íslenzkrar tungu,
harðla ýandur að máli og manna birgastur af
snjöllum orðum. Sonur hans komst snemma á sama
lagið, þó að aldrei legði hann fyrir sig að yrkja.
Hann notaði kappsamlega bókasafn föður síns; eink-
um svalg hann íslenzkar sögur af bókum og vörum.
Þeirra stunda nulu siðar skólabörnin í Reykjavík hjá
forstöðumanni prestaskólans, eins og hreiðurfuglarnir
í Tjarnarmýrinni og snjótitlingarnir á vetrinn nutu á
biskupssetrinu í Laufási varphólmanna í Fnjóskárósum.
Sjera Björn var einn af forustumönnum Þingeyinga,
fulltrúi þeirra á Þjóðfundinum 1851 og jafnan ein-
dreginn fylgismaður Jóns Sigurðssonar i stjórnarbar-
áttunni. Ekki var sonur lians gamall, er liann tók