Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 162
154
Fjárhagsstjórn íslands
[Andvari..
Fluttar: 1,866,500 kr.
Hjer við bætast svo bæjar og sveita-
gjöld. Öll aukaútsvör og fátækratíund
voru utan Reykjavíkur árið 1913
464,000 kr. Áætluð hækkun á þessum
gjöldum til 1916 í fjórnm kaupstöð-
um og landssveitunum, 50,000 kr.
Aukaútsvör og tíund í Reykjavík voru
árið 1916 289,000 kr. = 803,000 —
Öll gjöld til landssjóðs og sveitar-
fjelaga árið 1916 2,669,500 kr.
Sjeu tekjur landsmanna taldar 32 miljónir króna,
þá verður skattgjaldið 8,34°/o. í Danmörku var það
árið 1908 11%. Skattgjaldið er því enn ekki nærri
eins hátt og þar, eða eins og það er talið mega hæst
vera, 12—13%, en það er þó orðið æðihátt, einkum
þegar tekið er tillit lil þess, að þótt það engan veg-
inn megi lengur kalla ísland fátækt land, eins og það
nú hefur verið nefnt stöðugt, þá er það langt frá eins
ríkt og önnur lönd, og vjer því engan veginn færir
um að bera eins háa skatta og aðrar þjóðir ílestar,
auk þess sem ávalt má búast við áfelli, sem á einu
ári getur svipt landsbúa, einkum bændur, mjög gjald-
þoli þeirra.
Niðurstaðan verður því sú, að þrátt fyrir margar
misjafnar fjárveitingar, sem landið hefur hvorki haft
gagu nje gleði af, hefur fjárstjórnin í heild sinni verið
ekki að eins forsvaranleg, heldur jafnvel mjög góð,
jaínframt og landið hefur tekið stórum framförum á
svo að segja öllurn sviðum. En að nú verður hæði
þing og stjórn að fara að hafa gát á sjer, að skatt-
arnir fari ekki mikið vaxandi úr þessu, nema nýjar
tekjulindir opnist er ekki snerta pyngju landsmanna.