Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 136
128
Fiskirannsóknir
[Andvari.
er yfirleitt mjög svipaður á urriða og bleikju, eins
og samanburðurinn sýnir. Matfisksstærð ná þau ekki
fyrri en þau eru kringum 6 vetra, eða 25—30 cm.
löng, litlu stærri en murtan. Bleikjan virðist vaxa
hægara en urriðinn, þegar fram í sækir (8 vetra og
eldri), enda verður hún eigi eins stór og hann, og
töluvert hægara en bleikjan í Mývatni (sbr. yfirlit í
síðustu skýrslu), sem er heitara og líklega næringar-
meira vatn tiltölulega en Þingvallavatn. Urriðin vex
mikið, þegar fram í sækir (svo mikið, að Dahl held-
ur jafnvel að hann fari þá að lifa aðallega á bleikju,
eins og eg hefi fundið að djúpbleikjan stóra gerir).
En samanburð á vexti urriðans í báðum vötnunum
er eigi vert að gera með svona fáum fiskum.
Kynsþroski þessa silungs hefir eigi verið rannsak-
aður frekara, en sennilegt er, að allur þessi silungur
og murtan með, hafi verið búin að ná kynsþroska.
Annars hafa þessar rannsóknir á aldri og vexti sil-
ungsins bæði í Þingvallavatni og í Mývatni gefið svo
góðar upplýsingar, að vert væri, að þeim yrði hald-
ið áfram þar og í fleiri vötnum. Það getur komið að
góðu liði síðar, ef dæma á um klakskilyrði eða
gera veiðiákvarðanir. Eins þyrfti að rannsaka þann
silung, sem gengur í sjó (sjóbii'ting og sjóreyði). Dr.
Dahl er fús til að lialda áfram rannsóknunum og
gerir það fyrir mjög væga borgun og skal eg geta
þess með þakklæti um leið, að Fiskifélag íslands
hefir lilaupið undir bagga með að borga þær.
Eg gat þess í byrjun, að eg hefði tekið kúskelina
(kúfiskinn) lil athugunar á Vestfjörðum 1915. Eg
safnaði hjá mörgum fiskimönnum á Ísaíirði og öðr-