Andvari - 01.01.1917, Side 58
50
Alþýðutryggingar.
Andvari]*
Elli- og öryrlijatrygging.
Sjúkratryggingin veitir aðeins hjálp í veikindura
um takmarkaðan tíma (á Þýskalandi og Englandi í
26 vikur, í Danmörku í 13 vikur). Ef lieilsubilunin
er langvarandi og hún stafar af vinnuslysum tekur
slysatryggingin við. En ef heilsubilunin stafar ekki
af slysum, verða menn úr því að sjá fyrir sjer sjálfir,
nema þeir sjeu einnig trygðir gegn varanlegri bilun
starfskraftanna. Sú trygging nefnist öryrkjatrygging,
því að sá maður er öryrki, sem ekki getur unnið fyrir
sjer. Þessi tegund trygginga er óvíða sjálfstæð út af
fyrir sig, heldur er hún sameinuð öðrum trygging-
um. Á Englandi er öryrkjatryggingin í sambandi við
sjúkratrygginguna, eins og áður hefur verið frá skýrt,
en annarsstaðar er hún venjulega í sambandi við
ellitryggingu, ef hana vantar þá ekki alveg. Elli-
tryggingin miðar að því að tryggja menn gegn ör-
birgð í ellinni, þegar vinnukraftarnir eru þrolnir.
Er þá venjulega ekki rannsakað, hvenær menn hætti
að geta unnið fyrir sjer vegna elli, heldur er ákveð-
ið aldurstakmark (t. d. 60 eða 70 ára aldur) lálið
skera úr, og eiga menn kröfu til tryggingafjárins
þegar menn hafa náð þeim aldri, án tillits til, hversu
ellihrumir menn eru orðnir.
Sum af frjálsu tryggingarfjelögunum á Englandi og
Frakklandi (Friendly societies og Sociétés de secours
mutuel) hafa auk sjúkratryggingar veilt fjelögum sín-
um elli- eða öryrkjatryggingu, en ekki er það samt
alment. Til þess að styðja að slíkum tryggingum
voru á Frakklandi settir á stofn um og eftir miðja
19. öld ríkisábyrgðarsjóðir, þar sem menn gátu keypt
sjer ellitryggingu með sjerstaklega hagfeldum kjör-