Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 28
20
Þórliallur biskup Bjarnarson.
fAndvari.
fráfall hans var ekkert mál óafgreitt, er nokkurs væri
um vert, og reikningar allra sjóða, sem undir um-
sjón hans stóðu, í því skipulagi, að ekki var annað
ógjört að þeim en að leggja á þá smiðshöggið. Auk
embættisanna sinna átti hann jafnan mjög víðtæk
brjefaskifti við menn utanlands og innan. Með því
hjelt hann uppi vinsamlegri kynningu við fjölda
presta um land alt og margt annara manna, enda
mun hann hafa verið einkar vinsæll. Hann vísiteraði
að meira leyti eða minna 12 prófastsdæmi landsins
og vígði 23 presta, en lærisveinar lians af presta-
skólanum sitja nú í 78 prestaköllum.
Tvo menjagripi eignaðist ísl. kirkjan í embættis-
tíð hans, þar sem eru biblían öll, í njrrri ágætri þýð-
ingu, og ný helgisiðabók. Báðar voru bækur þessar
að vísu nær fullbúnar áður, en að báðum hafði liann
unnið frá upphafi. Hann var einn í nefnd þeirri, er
fjallaði um þýðingu sjera Haralds Nielssonar á gamla
testamentinu, og einnig í liinni, er þýddi nýja testa-
mentið. Hefir hann því farið yfir þýðinguna alla frá
upphafi til enda, en sjerstaklega hans verk er þýð-
ing Markúsarguðspjalls, Postulasögunnar, Hirðisbrjef-
anna, Hebreabrjefsins og Opinberunarbókarinnar. Um
útgáfuna sjálfa lenti í allmiklu stímabraki við biblíu-
fjelagið enska, sem stöðvaði hana í miðju kafi fyrir
grun um, að þýðingin færi í bága við rjetta trú. En
fyrir viturlega framkomu biskups og góða meðal-
gongu sjera Haralds, er fór utan í þeim erindum,
fjell alt í Ijúfa löð að lyktum, og fengum vjer eigi
að eins vandaða, ódýra útgáfu af biblíunni allri,
heldur einnig vasaútgáfu af henni og af nýja testa-
mentinu sjerstöku.
Að lyktum höfðu þeir Haraldur prófessor Níelsson