Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 12
4
Pórhallur biskup Bjarnarson.
[Andvari.
völlum, og sagði við hann í gamni, að nú yrði hann
kongur á Kálfskinni — í busabekknum — og gæti það
orðið ánægjulegra en að setjast í 2. bekk. Vera má
að Þórhallur liafi um það skeið haft eittbvað af
skaplyndi Hræreks konungs, nokkuð er það, að hann
undi betur hlut sínum eftir þessa viðræðu og settist
í 1. bekk um haustið, þó að hann ætti þá kost á að
gjöra upp aftur latneska stílinn.
f*egar við fyrstu röðun um veturinn varð hann
efstur í bekknum og fjekk þannig foringjanafnið á
skólamálinu (dux), enda hæfði honum það einkar
vel. Hann var þá 16 vetra, afbragðsfríður og föngu-
legur, bráðgáfaður og óvenjuvel mentaður eftir aldri,
vel máli farinn og laginn að laða aðra til fylgis
við þann málstað, er hann vildi; ör í lund og á-
kafamaður, málafylgjumaður mikill, ef því var að
skifta, og í alla staði vænn til höfðingja.
Um þessar mundir og árin næstu fram að þjóð-
hátíðinni var hjer, eins og kunnugt er, mikil óá-
nægja og ólga út af stjórnmálunum. Ungir menta-
menn í Reykjavík voru í því engir eftirbátar. Latínu-
skólinn glóaði eins og kolagröf. Stúdentar ýmsir og
Jón Ólafsson með Göngu-Hrólf sinn bljesu að kol-
unum, en skólastjórnin reyndi að þekja yfir svo að
hverki ryki, en þó gaus upp úr við og við. Lands-
höfðingi var skipaður að Islendingum fornspurðum;
þá gjörðist »landshöfðingjahneykslið« viku siðar (8.
apr. 73) sem segir í Göngu-Hrólfi. Jón Ólafsson var
sektaður um 100 rd.; upphæðinni vaf þegar skotið
saman. Áfengistollur var lagður á; piltar gengu í
bindindi, þangað til ísland fengi sjálft fjárforræði,
hvenær sem það yrði. Rjóðvinafjelagið var stofnað
og myndaðist þegar deild í latínuskólanum.