Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 154
146
Fjárhagsstjórn íslands
[Andvari.
yflrsetukvennaskóli (9000 kr.), kvennaskólar (29,600
kr.), barnafræðsla (128,000 kr.), unglingaskólar (44,000
kr.) og önnur fræðsla (27,000 kr.). Sumt af þessu er
eigi hægt að heimfæra undir neinn flokk, og mætti
því kalla það einu nafni alþj'ðufræðslu. Nemur þá
sú uppliæð, sem til hennar gengur, 345,300 kr. eða
7,7°/o, svo að útgjöldin til embættisstjeltarinnar eru í
rauninni ekki nema 32,7°/o, og ekki einu sinni það,
því meðal eptirlauna er talið tillagið i ellistyrktar-
sjóði, sem embættismenn hafa engan aðgang að.
í þessum fjárlögum sjáum vjer nú nj'jan lið, sem
tekur 10. hluta útgjaldanna, það eru greiðslur af lán-
um. IJing og stjórn hefur ráðist í svo mikið á um-
liðnum 10 árum, að landið hefur orðið að taka lán.
Það er í sjálfu sjer ekkert varhugavert; öll lönd og
ríki hafa gjört það, og því skyldi þá vort land ekki
geta gert það eins, en sá er þó munurinn á lánum
erlendra ríkja og íslands, að þau fyrnefndu hafa að-
allega tekið lán, til þess að heyja stríð fyrir, ann-
aðhvort til að ráðast á aðrar þjóðir eða þá til að
verja sig, en ísland hefur eingöngu tekið lán til að
efla framfarir og samgöngur.
Mörgum tugum, já hundruðum þúsunda luóna
hefur verið varið til þess að byggja síma fyrir, er
enzt geta nolckra áratugi; það er því mjög ósann-
gjarnt, að vjer sem nú lifum, skulum borga þá að
öllu leyti; það er sjálfsagt og að öllu leyti rjeltmætt,
að þeir sem siðar lifa, og njóta gagns og þæginda
af símasambandinu borgi nokkurn hluta þess kostn-
aðar, sem bygging hans hefur kostað. Lánin eru nú
um 272 miljón króna, og virðast ekki hæltuleg, eink-
um þar sem eitt þeirra, og það stærsta, IV2 miljón,
tekið 1909, er notað til að kaupa fyrir bankavaxta-