Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 69
AndvariJ
Alpýöutryggingar.
61
leyti sjálíir safnað, en ekkert eru styrktir af opinberu
fje. Hvorki í Danmörku nje Noregi eru verkamenn
skyldaðir til að tryggja sig gegn atvinnuleysi. Virðist
það þó liggja nærri, ef slík trygging á að lánast, því
að sá munur er á henni og t. d. sjúkra- eða elli-
tryggingu, að allir geta búist við að verða sjúkir eða
gamlir, en það er mjög misjafnt, hve verkamönnum
er hætt við vinnuleysi, og auðvitað eru þeir verka-
menn, sem ekki búast við að verða vinnulausir sjálfir,
neitt fíknir í að ganga í slíkan fjelagsskap. En ef
ekki koma aðrir en þeir, sem hættast er við vinnu-
leysi, þá getur sjóðurinn ekki borið sig. En verk-
mannafjelögin hafa bætt úr þessu með því að skylda
alla fjelagsmenn sina til þess að tryggja sig gegn at-
vinnuleysi. Við það dreifist áhættan á miklu lleiri
herðar og verður því ljetlbærari. í rauninni er hjer
því óbeinlínis tryggingarskylda, en munurinn er sá,
að það eru verkamenn sjálfir, sem leggja á sig skjdd-
una með samþyktum sin á milli, en ekki löggjöíin.
Eina landið, sem komið hefur á hjá sjer beinni
skyldutryggingu gegn atvinnuleysi, er England. í
National Insuranee Act frá 16. des. 1911 er auk sjúkra-
og öryrkistryggingar stofnuð skyldutrygging gegn at-
vinnuleysi meðal verkamanna við húsasmíðar, vjela-
smíðar, skipasmíðar og bátasmíðar og nokkrar aðrar
skyldar iðnir. Alls tekur skyldutryggingin til 2Va milj.
manna. En auk þess veitist ríkisstyrkur til sjálfvilj-
ugrar atvinnuleysistryggingar verkmannafjelaga í öll-
um öðrum iðnum. Verkamenn, sem falla undir skyldu-
trygginguna, greiða í iðgjald 2^2 d. (rúml. 20 au.) á
viku og jafnmikið greiðir vinnuveitandi, en þar við
bætist tillag frá ríkinu, sem er jafnmikið og þriðjung-
ui' af iðgjöldum verkamanna og vinnuveitenda sam-