Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 149
Anilvari.]
1915 og 1916.
141
verðum, 210,000 kr. Þetta sýnir kvað berast mót-
setninguna milli þingsins þá, og þingsins 1875; það
sýnir hugsunarhátt og framfarahug hinnar yngri kyn-
slóðar gagnvart hinni eldri, sem byrjaði að sljórna
fjárhag landsins 1875. f*ótt tekjurnar væru þá aðeins
liðug */2 miljón í tvö ár, sama upphæð og Reykja-
vík hefur nú á ári. þá hikuðu þeir ekki við að
leggja um part jþeirrar upphæðar í viðlagasjóð,
em þegar tekjurnar eru orðnar miljón árlega, og þvi
fyrirsjáanlegt, að talsvert mætti vinna, þá hikar hin
unga kynslóð sjer ekki við það, að nota alla pen-
ingana, heldur bætir hún gráu ofan á svart og tekur
meira, sem síðar verður að borga annaðhvort með
lánum eða n)7jum sköttum. Það eru sjálfsagl skiptar
skoðanir um, hvað hyggilegra sje, en um leið og vjer
sem nú lifum, en vorum ungir eða óbornir á fyrsta
löggjafartímabilinu viðurkennum það, að þeir góðu og
gömlu þingmenn, sem þá voru, hafi liaft að mörgu
leyti yfirburði yfir þá núverandi, einkum að því er
stefnufestu og ósjerplægni snertir, þá verðum vjer þó
að taka það fram, að oss virðist þeir hafa verið
helzt til varfærnir. Þeim má líkja við bónda, sem
safnar saman fje, og lætur það síðan í óvissan sveit-
arsparisjóð, sem gefur lága vexti i stað þess að nota
þá til þess, að sljetta túnið sitf, bæta peningshús
sín og eigin húsakynni, og alla sjer þeirra muna,
sem gjöra honum og hans lífið þægilegra og ánægju-
legra.
Útgjöldin voru 1905 áætluð kr. 2,250,000,00 og
skiptast þannig niður:
til alþingis, umboðsstjórnar og dómgæzlu 15,2°/o
- læknastjettarinnar 10,6°/o
Flyt: 25,8°/o