Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 51
Andvari].
Alþýðutryggingar.
43
i^að er í rauninni ekki tryggingarsjóður, heldur spari-
sjóður, sem vinnuveitendur og ríkið leggja skerf í
á móts við verkamennina, því að hann hefur einungis
kröfu til styrks að svo miklu leyti sem til hrökkva
innlög þau, sem greidd hafa verið af honum og fyrir
hann af vinnuveitanda og ríkinu.
Þegar lögin gengu í gildi var áætlað, að 13 milj.
manna (9 milj. karlar og 4 milj. konur) mundu
komast undir skyldutryggingu gegn veikindum á
Englandi.
Slysatrygging.
Næst sjúkratryggingunum hefur athygli löggjafar-
innar víðasthvar beinst að slysatryggingum verka-
manna. Miða þær að því að bæta verkamönnum
það tjón, sem þeir verða fyrir af slysum við vinnu
sína. Stundum eru þesskonar slys verkamönnum
sjálfum að kenna, hirðulejrsi þeirra eða klaufaskap,
stundum á vinnuveitandi aftur á móti sök á þeim,
en í mörgum tilfellum og líklega flestum verður hvor-
ugum geíin bein sök á þeim. Þar sem ekki eru sjex--
stök lagafyrirmæli um slikt og fara verður eftir al-
mennum skaðabótareglum, hvílir sönnunarskyldan
á verkamanninum og fær liann því engar skaðabæt-
ur frá vinnuveitanda, nema hann geti sannað, að
slysið sje beinlínis honum að kenna, en slíkt getur
oft verið erfitt, og til þess þai-f málarekstur fyrir
dómstólunum, sem kostar fje og fyrirhöfn, og menn
þvi ógjarna leggja út í, ef úrslitin eru óviss. Á Eng-
landi og Frakklandi er svo talið, að ekki liafi 5°/o
af atvinnuslysum leitt þar til skaðabóta áður en sett-
ar voru sjerslakar reglur um skaðabótaskyldu vinnu-
veitenda. En þótt nú fullar skaðabætur fengjust í