Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 148
140
Fjárliagsstjórn íslands
lAndvarl*.
sökum, þá er þó óhætt að fullyrða, að hún hali ó-
beinlínis borgað sig með því að halda niðri farm-
gjaldi, og auk þess sýndi þetta fyrirtæki, að íslend-
ingar ætluðu ekki að láta sameinaða gufuskipafje-
lagið gleypa sig með húð og hári, eða láta það hafa
fullkomið einveldi til að halda uppi siglingum til
landsins og frá, og umhverfis það. — Ef gért er ráð
fyrir 74,000 íbúum á íslandi 1895, sem mun láta
nærri, koma 12 kr. 65 aur. á hvern mann fjárhags-
tímabilið, og er það mjög lítil aukning frá því, sem
áður var.
Á næsta 10 ára tímabili verður afarmikil breyting;
tolllögin eru endurskoðuð (1899), tollar talsvert hækk-
aðir og nýjum tollum aukið við. Þetta leiðir til þess
að t. a. m. aðílutníngsgjald af áfengi er 1905 66 þús-
und krónum hærra en 1895, tókbakstollur 156 þúsund-
um hærri, og kaffi- og sykurtollurinn 344,000 hærri.
Af þessu leiddi, að tekjurnar 1905 eru taldar 800
þús. hærri en áður. Önnur breyting sem orðin var
á þessu tímabili, margfalt merkari og með miklu
víðtækari afleiðingar í för með sjer, var sú, að nú
var innlend stjórn komin á hjer í landi, og það
stjórn, sem íljótt sýndi það í verkinu, að hún hafði
það fyrir markmið, að efla framfarir landsins og
atvinnuvegi; það sýnir meðal annars eptirfarandi yfir-
lit um það, hvernig verja átti fje landsins árin 1906
og 1907 samkvæmt fjárlögunum 1905.
Tekjurnar voru nú áætlaðar 2 miljónir og 40 þús.
kr., höfðu þrefaldast á 30 árum; tillagið frá Dan-
mörku er þar talið með, og er nú 120,000 kr., eins
og það verður eptirleiðis. Útgjöldin eru áætluð 2,250,000
kr. eða meira en tekjurnar námu, það er með öðr-
um orðum gert ráð fyrir tekjuhalla, og honum tals-