Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 42
34
Alþýðutryggingar.
[Andvarú
fæðinguna. Auk þess mega samlögin setja ákvæði
um frekari styrk handa fjelögum sínum.
Sjúkrasamlögin hafa náð afarmikilli útbreiðslu í
Danmörku. Árið 1911 voru þau orðin 1517 með 710
þús. fjelagsmönnum, en það var V* allra landsmanna
eða 40°/o af öllum þeim, sem höfðu náð 15 ára aldri,
í árslok 1915 voru samlögin orðin 1546 með 892
þús. fjelagsmönnum, þar af í Færeyjum 26 samlög
með 4500 fjelagsmönnum.
í Svíþjóð eru sjúkrasamlög í líku sniði sem í Dan-
mörku, frjáls fjelög, sem eru lögskráð og háð eftirliti
stjórnarvaldanna. Þau hafa samt ekki náð líkt því
eins mikilli úthreiðslu sem í Danmörku. Um 1910
var rúml. Vio hluti (ll°/0) íbúanna í Svíþjóð í sjúkra-
samlögum.
í Sviss er mjög mikið um sjúkrasamlög og liafa þau
þó til skamms tíma verið eingöngu frjáls fjelagssltapur.
Um 1910 var rúml. 1/s hluti íbúanna í sjúkrasamlög-
um. Með lögum 1911 hefur fylkjunum verið í sjálfs-
vald sett, hvort þau vilja gera sjúkratrygginguna hjá
sjer að skyldutryggingu.
Af þeim dæmum, sem tilfærð hafa verið, má sjá
það, að í sjúkratryggingum má komast langt með al-
gerlega frjálsum samtökum, ekki síst ef þau eru studd
með einhverjum opinberum fjárstyrk. En það er
langsótt leið, ef ná á því takinarki, að allir þeir,
sem þörf hafa fyrir slíkar tryggingar taki þátt í þeim,
því að það þarf töluverðan þroska meðal almenn-
ings til þess að menn leggi á sig aukaskatt og neiti
sjer um þægindi eða jafnvel nauðsynlega liluti til
þess að tryggja sig gegn óvissum framtíðarerfiðleik-
um. Og reynslan hefir sýnt það, að það er aðeins
úrvalið úr alþýðunni, sem hefir haft framtak í sjer