Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 125
Andvari.]
1915 og 1916
117
Dahl gerði aldursrannsóknir á. Síðan hefi eg haldið
áfram að safna hreistri úr ýmsum ám og sent það
Dr. Dahl til rannsóknar, til þess að fá mætti sem
víðtækasta þekkingu á þessu atriði, sem gefur svo
margar og merkilegar upplýsingar um ýmis atriði í
lífi laxins. Áður hafði verið rannsakaður lax úr
Elliðaám, Ölfusá, Hvítá í Borgaríirði og HalTjarðará,
nú hefir verið rannsakaður lax úr Ölfusá, Hvítá í
Borgarflrði og þverám hennar, Grímsá og Norðurá
og svo úr Laxá í Þingeyjarsýslu. Hreistrinu hafa
safnað fyrir mig: Guðm. Þorvarðarson hreppstjóri í
Sandvík (Ölfusá), Þorsteinn Jakobsson, veiðistjóri á
Hvítárvöllum (Hvítá) Daníel Fjeldsted, stud. med.
(Grímsá), Guðm. Magnússon prófessor (Norðurá) og
feðgarnir EgiII og Sigurður á Laxamýri (Laxá). ÖIl-
um þessum mönnum votta eg hérmeð alúðarþakk-
læti fyrir þenna góða greiða.
Til rannsóknar hafði Dahl hreistur af 930 löxum,
þar af nýtilegt af 890. Þyngdin var gefin til kynna
á öllum fiskinum, nema úr Hvítá 1914 og lengdin
sömuleiðis, nema úr Norðurá og Grímsá. Nú liefir
Dahl lokið þessum rannsóknum og sent mér skýrslu
um þær og birti eg hér hið lielzta úr þeim í yfirlitum,
og get þess um leið, hve margir fislcar eru úr hverri
á, og hvenær þeir eru veiddir. Verður svo bætt við
nokkurum athugasemdum frá Dr. Dahl og sjálf-
um mér.
1. 96 fiskar veiddir í Ölfusá, 25. júní til 5. júlí
1914 og auk þess 1 fiskur veiddur 15. júlí 1913,
116 cm., 16000 gr., er hafði verið 3 ár í ánni og 2
vetur í sjó.