Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 152
144
Fjárhagsstjórn íslands
[Andvari.
veikrahæli, lög um búnaðarskóla og lög um stofnun
fiskiveiðasjóðs. Öll þessi lög höfðu mikil útgjöld fyrir
landssjóð í för með sjer, og öll miðuðu þau til fram-
fara, aðallega í verklegu tilliti. Þótt stjórnin ætti ekki
frumkvæði að þeim öllum, þá átti hún upptökin að
þeim ílestum og hvín átti að minsta kosti að koma
þeim í framkvæmd svo að jeg hygg, að þessum orð'-
um sje fundinn staður, sem jeg hafði hjer áður, að
hin njja sljórn væri veruleg framfarastjórn.
Sje gert ráð fyrir því, að íbúatala á íslandi hafi
verið 81,000 árið 1905, þá eru skattarnir á mann 21
kr. 53 aur. á fjárhagstímabilinu, og er það lalsverð
aukning frá því sem áður var.
1915 er síðasta reglulega þingið, sem háð hefur
verið, og þá liðin rjett 40 ár frá fyrsta löggjafar-
þingi. Á síðasta 10 ára tímabili hafa enn orðið mikl-
ar breytingax-. Bannlögin eru komin á og í fult gildi.
Við það er vínfangatollurinn orðinn sama sem eng-
inn, en í hans stað er kominn vörutollui-. Ýmsar
tekjugreinir liafa verið hækkaðar mjög, svo sem
aukatekjur, vitagjald, útflutningsgjald, tóbaks-, kaffi-
og sykurtollur, en þrátt fyrir hækkunina hefur þó
nautnin farið vaxandi, svo að þessar tekjugreinar
hafa allar vaxið mjög, þó engin eins og liin síðast-
nefnda tekjugrein, sem nú er komin upp í eina milj-
ón króna. Tekjur af póstferðum og símatekjur hafa
líka aukist afarmikið, einkum hinar síðastnefndu, en
útgjöldin til þeirra haía hinsvegar jafnframt aukist
mjög, bæði vegna aukinna samgangna, nýrra síma-
lagninga og fjölgunar símastöðva.
Af þessu leiðir, að tekjurnar eptir fjárlögunum eru
áætlaðar 4,208 þús. krónur og eru rúmlega tvöfalt
hærri en fyrir 10 árum síðan, en þessartekjur hrökkva