Andvari - 01.01.1917, Page 40
.32
Alþýðutryggingar.
[Andvari.
geta í sumum fjelögunum trygt sjer miklu hærri
styrk, alt upp í 4 £ (72 kr.) um vikuna.
Friendly Societies eru mjög útbreidd meðal vel-
stæðari hluta verkamannanna, en síður meðal hinna
fátækustu, því að bæði hafa þeir minni getu og
minna framtak í sjer lil þess að tryggja sig og svo
eru þeir útilokaðir frá mörgum fjelögunum vegna
þess, að þau taka ekki aðra inn í fjelagið en þá, sem
hafa meiri tekjur en einhverja ákveðna upphæð t. d.
24 sh. (eða rúmar 20 kr.) um vikuna. Mörg fje-
lögin setja líka læknisskoðun sem skiljnði fyrir inn-
töku og útiloka þá, sem vanheilir eru, en það eru
oft einmitt þeir, sem við bágust kjör eiga að búa og
mest þurfa á tryggingu að halda. Fjelög þessi liafa
samt unnið afarmikið gagn. Árið 1905 voru á Eng-
landi rúml. 27 þúsund skrásett fjelög, sem sjúkra-
styrk veittu með hjerumbil 6 miljónum fjelagsmanna
og eigur þeirra voru 37 milj. £ (666 milj. kr.). Þar
við bætast svo óskrásettu fjelögin, sem engar skýrsl-
ur eru til um. Auk þess hafa sjálf verkmannafjelög-
in (trade-unions) varið miklum hluta af tekjum sín-
um til þess að tryggja fjelaga sína, einkum gegn veik-
indum.
fannig var sjúkratryggingum háttað á Englandi
til skamms tíma. Með algerlega frjálsum samtökum
og án nokkurs tillags af opinberu fje var sjúkra-
trygging orðin þar almennari en í flestum öðrum
löndum. En nýlega, árið 1911, var gerð ný skipun á
sjúkratryggingum þar í landi og komst England við
það fram úr öllum öðrum löndum í þessu efni. Mun
jeg síðar skýra írá því.
Á Frakklandi eru fjölda mörg styrktarfjelög, sem
svipar til Friendy Societies á Englandi. Nefnast þau